Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 186
GRIPLA186
að sjá en að sama hugmynd um ófreskjuna sé á ferðinni hjá ísidór og sú
sem sverrir jakobsson greinir í íslenskum heimildum. Þá má auðvitað
nefna gríska náttúrufræði, svo sem hið margþýdda rit Physiologus (frá
2. öld e.kr.) en umræða ísidórs (560–636) um ófreskjur er af svipuðum
meiði. Physiologus var meðal annars þýddur á forníslensku (elsta handrit
þeirrar þýðingar er frá um 1200)62 og þegar sú þýðing er borin saman
við miðenskan Physiologus (handrit frá um 1300) og dýrafræðihandritið
MS Bodley 764 (1225–1250)63 sést gjörla að skrímsl og furðuverur voru
kristnum mönnum síst framandi; ísidór fjallar um þessi dýr sem þau séu
raunveruleg, en í Physiologus er áherslan á táknrænt hlutverk þeirra innan
sköpunarverksins og túlkunin sem þar birtist er allegórísk. slík túlkun er
í fullu samræmi við þá guðfræðilegu skýringu á ófreskjum sem Ágústínus
frá Hippó (354–430) lagði fram í verki sínu De civitate dei (Guðsríki).64
Guðfræði hans er þar sem annarsstaðar bindingarefni ólíkra sjónarmiða.
Miðja heimsins, staðsetning paradísar, og útjaðar heimsins
john Block friedman hefur bent á að á miðöldum var talið að loftslag
hefði áhrif á eðli fólks; milt loftslag gat af sér fólk með mikla siðferðisvit-
und en öfgar í veðurfari gátu af sér hið gagnstæða. Hið fullkomna loftslag
var þá líkt því sem fannst í Paradís (eden), og því fjarlægara sem fólk var
frá miðju heimsins, þeim mun fjarlægara var það Guði. Á jaðri heimsins
var loftslagið hvað þungbærast, ýmist óbærilega heitt eða óbærilega kalt,
og slíkt loftslag kallaði fram ófreska kynþætti. Það kemur ekki á óvart,
segir friedman, að sérhver evrópuþjóð taldi sjálfa sig vera „miðjufólkið“
á meðan hálla væri undir öðrum þjóðum á siðferðissvellinu.65 en ef lofts-
62 The Icelandic Physiologus: Facsimile Edition with an Introduction, útg. Halldór Hermannsson,
Islandica, 27. b. (íþöku: Cornell university Press, 1938), 7.
63 samanburður við ensk handrit er ekki með öllu galinn því sennilegt er að Physiologus berist
þaðan til íslands. sjá Vittoria dolcetti Corazza, „Crossing Paths in the Middle Ages: the
Physiologus in Iceland,“ í The Garden of Crossing Paths: The Manipulation and Rewriting
of Medieval Texts. Venice, October 28.−30., 2004, ritstj. Marina Buzzoni et al. (feneyjum:
Libreria Cafoscarina, 2005), 225–48.
64 sjá t.d. naomi Reed kline, „the World of strange Races,“ í Monsters, Marvels and
Miracles: Imaginary Journeys and Landscapes in the Middle Ages, ritstj. Leif søndergaard et
al. (Óðinsvéum: University Press of Southern Denmark, 2005), 27−40.
65 friedman, The Monstrous Races, 51−5; John Block Friedman, „Monsters at the Earth’s
Imagined Corners: Wonders and discovery in the Late Middle Ages,“ í Monsters, Marvels
and Miracles, 53.