Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 154
GRIPLA154
mínum einari sáliga nicolaussyni; sálma tvo úr þýsku og aðra tvo úr
dönsku og fleira soddan, mun eg reducera allt það til þess er eg hefi baslað
við í Philologia islandica og antiqvitetum aðlútandi. eg geymi mér slíkt
þangað til, ef mér auðnast að vera búinn með eddu er eg vænti með að
verða búinn með í annan þriggja eður fjögra mánaða hindrunarlaust þó þá
sé eftir að skrifa indices og nokkra discoursa hreint, kannske og faculam
mína eddicam sokallaða.153 sú bók hefur ei legið létt á mér en komið hefur
hún mér uppá að skrifa saman þá collection gamallra og nýrra orða er eg
kalla Contractismum,154 er eg kalla so þarfan fyrir þá er komast vilja niður
í fornyrðum að án þeirrar observationis lendir allt í tilgátum, teknum af
líkingum orðanna og hefði (absit verbo gloria)155 hefði sá merkilegi maður
Páll lögmaður Vídalín brotist so mikið um í orðinu jól, þó hann hafi nær
farið en allir hinir. Hitt opusculum er minna [sem] eg kalla translatisimum
og er so gott sem búinn, er og alphabetvis lagaður. Hann er með þau orð
sem qvod ad etymon156 eru, raunar öll og hin sömu í íslensku og dönsku,
líka eru þar nokkur svensk og þýsk en differera merkilega að meining-
unni; sá hlutur er eiginlega gjörður in gratiam interpretum,157 því eg hefi
séð hversu aumlega sumum íslenskum hefur tekist þá þeir hafa útlagt
einhverja bók úr dönsku og meint hið sama orð hefði sömu notion í báðum
dialectis sem í íslenskunni. eg sá merki til þess á Arndtz kristindómi
forðum etc. Annað fyrir utan eddu hefi eg ei tekið mér fyrir um stundir
en bætt hefi eg sumstaðar orthogr. mína islandicam, trutinam Runicam,158
en iðuglega mitt Lexicon isl. er eg hefi lagt mesta stundan á og forbetrað
mitt onomasticon,159 í nokkrum stöðum þar sem mér hefur fyrri misskil-
ist. Búinn að útþýða orðin í Grammat. jóns Magnússonar á latínu er hann
153 sama rit, 267–68.
154 sama rit, 311–13.
155 Þetta orðalag notar Árni Magnússon einnig í bréfi. Hann segist „absit verbo gloria“ telja að
ekki séu margar villur í uppskrift sinni á Sturlunga sögu (Arne Magnussons private brevveks-
ling, útg. kristian kålund et al. [kaupmannahöfn: Gyldendal, 1920], 236). Gloria merkir
hér ekki aðeins dýrð heldur einnig stærilæti, þ.e. án þess að stærilæti liggi í þessum orðum
eða án þess að það sé ætlun viðkomandi að hrósa sjálfum sér. jón á sennilega við að Páll
Vídalín hefði haft minna fyrir því að skýra orðið jól ef hann hefði þekkt Contractismus.
Greinarhöfundar þakka sigurði Péturssyni fyrir hjálpina við að skýra þetta orðalag.
156 Þ.e. sem eru upprunaleg.
157 Þ.e. í þágu þýðendanna. Á spássíu: „Contractismus translatismus“.
158 Hér mun jón eiga við rit sitt Rúnareiðsla eða Iohannis Olavii Runologia sem varðveitt er í
AM 413 fol, sbr. jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 53ff.
159 Þ.e. nafnatal.