Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 125
125
nemanda íslenskra náttúrufræða, heimspeki og norrænna fræða,13 og gæti
sú lýsing allt eins átt við um jón. jón ólafsson skrifaði um íslenska rétt-
ritun upp úr 1730 (AM 435 fol.) og hið sama gerir eggert 30 árum síðar.14
Hann nefnir þar að vísu hvergi jón, þótt hann hljóti að hafa þekkt ritgerð
hans.15 jón skrifaði um rúnir (Runologia 1732, AM 413 fol.) og hið sama
gerði eggert;16 jón býr þar til ýmis nýyrði og má þarna sjá merki málhreins-
unarstefnu sem fékk síðan byr undir báða vængi með eggerti og síðar
Lærdómslistafélaginu.17
Báðir voru þeir jón og eggert málfræðingar og báðir skáldmæltir þótt
hæfileikar eggerts hafi verið meiri en jóns á því sviði. Þeir ortu báðir kvæði
fyrir erfidrykkju sem haldin var eftir Pál Bjarnason Vídalín (1728–1759).
Hann var sonur Bjarna Halldórssonar sýslumanns á Þingeyrum og konu
hans, Hólmfríðar Pálsdóttur Vídalín. Páll varð baccalaureus í heimspeki
frá kaupmannahöfn 1745, fór síðan til Leipzig og lagði stund á ýmsar
fræðigreinar. Hann lést í Leipzig, þótti frábærlega vel gefinn og var lat-
ínuskáld. í fyrirsögn segir að vísurnar hafi eggert ólafsson og jón ólafsson
kveðið í erfisveislu þeirri er skúli fógeti hélt eftir Pál í kaupmannahöfn 23.
febrúar 1759.18 Báðir skrifa þeir nöfn sín upp á latínu en óhætt er að fullyrða
að kvæði eggerts sé heldur myrkara og torskildara en kvæði jóns. Vísurnar
eru varðveittar í js 472 4to, bl. 67r–68v19:
Echardtus Olavius
fregn kom, farið í gögnum
feigðar lok, hefur úr þoku
víð-dæll, sá er veitti góðan
varning, arfi Bjarna:
13 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, 34.
14 „Réttritabók“ eggerts er varðveitt í nokkrum handritum, sjá kristín Bjarnadóttir et al.,
„skrá um íslensk málfræðirit til 1925: Mart finna hundar sjer í holum,“ Íslenskt mál og al-
menn málfræði 10–11 (1988–89): 196–97.
15 jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 86.
16 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, 171.
17 jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 67.
18 „In obitum Pauli VIdALInI Bjarnonis filii, Lipsiæ, anno MdCCLIX, mense januario, e
vivis sublati epigrammata aliqvot studiosorum Islandorum, dum a nobilissimo et consult-
issimo viro domino skulone Magnæo …“.
19 sbr. jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 330.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“