Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 201
201
Hrafnistumannasögum þá er í tvígang minnst á skinnkyrtla í Ketils sögu.
í einvígi við Ála fær ketill sverðalag á ennið og kveður þá vísu þar sem
koma fyrir óræðu orðin „skrapa skinnkyrtlar. / skjálfa járnserkir.“ Þegar í
næsta kafla mætir hann „tröllkonu í berum skinnkyrtli. Hún var nýkomin
af hafi ok svört sem bik væri“.140 Auk hennar mætir Grímur loðinkinni
tveim tröllum sem „váru í stuttum ok skörpum skinnstökkum bæði. Gerla
sá hann, hversu þau váru í sköpun bæði í millum fótanna“.141 Þetta gildir
einnig um Geirríði Gandvíkurekkju sem er í „skörpum skinnstakki“142 og
ein fyrnefndra tröllkvenna sem Örvar-oddur mætir á ferðum sínum er „í
skinnkyrtli ok mikil vexti ok illilig, svá at þeir þóttust ekki kvikvendi slíkt
sét hafa“.143 og séum við enn ekki fyllilega sannfærð er þessi að minnsta
kosti útleggingin í áttundu rímu Áns rímna bogsveigis:
ef uilldv garpj veita sman
vætter klæddar skinne
þegar at glettuzt þær vid An
þeirra hlutur var minnj.144
Þannig inniber jafnvel jaðarsagan í hópi Hrafnistumannasagna sama þema;
þó að helstu ævintýri Áns séu með töluvert öðru móti en ættmenna hans þá
gerist hann samt sem áður tröllabani að lokum.145
tröll eru ekki nauðsynlega framandi, ekki nema þau séu gerð fram-
andi. surtur í Ketils sögu hængs brýtur velsæmismörk að mati Ármanns
jakobssonar — mannát er nægileg siðferðileg ástæða til að drepa hann.
Grímur loðinkinni drepur tvö tröll í helli sem sést millum fótanna á,
og þannig eru þau einnig framandgerð; afmennskun þeirra felst í hinu
140 Ketils saga hængs, í Fornaldarsögur Norðurlanda, 1:4.–5. k.
141 Gríms saga loðinkinna, 1. k.
142 Gríms saga loðinkinna, 2. k.
143 Örvar-Odds saga, 5. k.
144 Áns rímur bogsveigis, útg. ólafur Halldórsson, íslenzkar miðaldarímur, 2. b., stofnun Árna
Magnússonar á íslandi, Rit, 4. b. (Reykjavík: stofnun Árna Magnússonar á íslandi, 1973),
178 (8. ríma, vísa 44).
145 Pizarro, „transformations of the Bear’s son tale“, hefur einnig bent á að afkomendur
Hrafnistumanna eiga það til að vera berserkir og tröllabanar, og til þeirra teljast meðal ann-
arra kveld-úlfur og hans ættmenn, sem bera í sér bjarnargenið, og Grettir Ásmundarson
og ormur stórólfsson, tröllabanar. svo það er ljóst að hlutverk Hrafnistumanna sem
útvarða og verndara gegn tröllum hefur verið ríkt í frásagnarhefðinni um þá.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“