Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 157
157
höndluninni, þótt árið sé svo gott. Hvað til þess komi, mega vitringar um
dæma. farmenn sjálfir hafa þó engan skaða, og enginn af valdsmönnum hér
talar um slíkt. – sagt að flestir höfðingjar á Alþingi hafi fallist á það álitlega
tilboð hins nýja compagnies, að interessera hjá þeim, og þeir aftur hjá sér,
í hinum nýju innréttingum. Það gefur tíðin að vita, hvort svo álitlegt proj-
ect fær framgang, og sé svo, hvað nytsamlegt það verður fyrir föðurlandið
vort. Það er ei svo illa á komið, þótt ísland dansi á spjótsoddum í vetur, og
það hygg eg aldrei hafi meir í því hrært verið en nú. Guð láti að góðu verða!
– þar verða og helstu hlutaðeigendur saman, fyrst amtmaðurinn og land-
fógetinn sigla. Það er gamall málsháttur kvenna, að lengi skyldi í góðum
graut á gólfi hræra. Það hefir nú í næstumliðin 10 ár verið hrært í þeim
pólitíska graut vor íslendinga, og er því líklegt hann soðni um síðir, svo að
landsmönnum ætur og hollur verði. ekki lái eg skúla vorum landfógeta,
þótt hann sigldi nú, því nær skal, ef nú ekki? eg vil og óska þess, að guð
gefi honum og öllum þeim lukku, sem landi voru vilja nokkuð gott gjöra,
í því öllu, sem guði er til dýrðar, en því til velsemdar; og þvert á móti, að
guð vili hnekkja þeim, og þeirra ráðum, sem skaðleg finnast og óguðleg, og
ræktarlaus, og að hann blessaður virðist að renna sínu náðarauga til fornrar
torfu þessarar, sem hann hefir gefið oss, og láti hana ekki meir upp blása
af skaðvænum stórviðrum tröllkvennanna (þér vitið, að Gýgjar veður er
hugurinn). nú að koma til yðar góða bréfs, og andæpta á nokkru þá þakka
eg það allt saman; en þar þér talið um eggerts nafnið, þá hygg eg tvíllaust
það hafi sinn uppruna í verunni af eg-gart, eður ek-gårdt, sem enn er til,
bæði þar og á skáni, fyrirmanna nafn og oftar tilnafn. Á Holsetulandi og
suðurlöndum finnst sama nafn á xvda seculo, og æ af þessum uppruna. Því
hefir eg nú loks látið við það standa, að eggert þýðist helst eiki-garður, og
svo votta Vínsteinsmál:167
út ganga á götu
girntist með Birni
urð, eiki-garður,
inn dal að sindra168 o.s.frv.
167 kvæði eggerts með því nafni í kvæðabók hans bls. 188–189.
168 með Birni, þ.e. síra Birni Halldórssyni í sauðlauksdal, mági eggerts; urð, þ.e. e. (einar?)
bróðir síra Björns; eikigarðr þ.e. eggert sjálfur; sindri, dvergs heiti, en eggert lætur það
þýða stein, og síra Björn í orðabók sinni „tinnu“. Meðal steina-heita í snorra-eddu er
nefndur sindr-steinn, og heldur sveinbjörn egilsson, að eggert hafi dregið þar af að kalla
sindra.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“