Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 177
177
þekktu ekki þær bókmenntagreinar sem fræðimenn nú deila um, en hafi
þeir á hinn bóginn haft tilfinningu fyrir því að þeir rituðu þær ólíku greinar
bókmennta sem við ætlum þeim er dagljóst að þær greinar hafa verið með
öllu fljótandi, en ekki svo skorðaðar sem hin fræðilegu flokkunarkerfi eiga
til að vera.
Af ofangreindu má skilja að ég er hallur undir þá skoðun að fornaldar-
sögur séu ekki eiginleg bókmenntagrein, að svo miklu leyti sem sú grein
er talin útilokandi eða ósamstæð öðrum íslenskum miðaldasögum. Því get
ég hæglega fallist á skilgreiningu torfa: fornaldarsögur eru þær sögur sem
C.C. Rafn gaf út undir því heiti. Á hinn bóginn þarf lítið mark að taka á
þeirri samsetningu við greiningu eða þegar leggja þarf mat á heimildargildi
þeirra. Það er hægt, en það eru vissulega til aðrar, fáfarnari leiðir. Carl
Phelpstead rekur í grein sinni „Adventure-time in yngvars saga víðförla“
einu þekktu dæmin þar sem íslenskar miðaldasögur eru flokkaðar og tekur
sérstaklega fram að þeir flokkar eigi fátt sammerkt með nútímaskilgrein-
ingum á sömu flokkum.18 konungasögur eru nefndar fjórum sinnum
í handritum frá fjórtándu og fram á átjándu öld, riddarasögur þrisvar.
Þegar vísað er til „íslendinga sögu“ þá er átt við samnefnt rit sem jafnan
er eignað sturlu Þórðarsyni. íslendingasögur, byskupasögur og fornald-
arsögur eru allt hugtök sem voru framandi þeim sem skrifuðu þær sögur
sem nútildags heyra undir samnefnda flokka.19 Þá hefur terje spurkland
sýnt fram á að aðrar bókmenntagreinar sem nefndar eru í miðaldaheimild-
unum sjálfum, „lygisögur“, „skröksögur“ og „stjúpmæðrasögur“, eru alls
ekki bókmenntagreinar heldur.20
Lars Lönnroth hefur áður bent á að eigi á annað borð að styðjast
við skilgreiningar á ólíkum gerðum sagna þá þurfi þær skilgreiningar að
byggjast á formlegum einkennum þeirra en ekki yfirborðslegum, líkt og
skilgreining Rafns á fornaldarsögum óneitanlega gerir. Á hinn bóginn er
erfitt að fjalla um þessar sögur án þess að almennum hugtökum sé beitt
18 sigurður nordal er meðal þeirra sem hafa bent á þetta. sjá sigurð nordal, „sagalitteraturen,“
í Nordisk kultur, 8. b., B, Litteraturhistoria. B: Norge og Island (stokkhólmi:, Albert Bonnier,
1953), 191–93.
19 Carl Phelpstead, „Adventure-time in yngvars saga víðförla,“ í Fornaldarsagaerne, 332
(nmgr. 3).
20 Terje Spurkland, „Lygisǫgur, skrǫksǫgur and stjúpmæðrasǫgur,“ í The Legendary Sagas,
173–184.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“