Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 129
129
og mikla neyslu á víni og kaffi, en segir einnig fréttir af katrínu keisaraynju
í Rússlandi og jesúítum á spáni. Þá nefnir hann unglinginn jón Grímsson
úr Húnavatnssýslu sem sé í kaupmannahöfn að læra aldingarðakúnst.34
eggert lýsir fyrir jóni „globum“ eða hnattlíkani sem hann hafi heima hjá
sér. Hann sé „stór sem ungbarnshöfuð, gjörður af íslenskum höndum, í
sínum völtrum, illumineraður með heimsálfum, löndum og höfum“.35 í
öllum bréfunum má greina áhyggjur jóns af framtíð íslands. Hann nefnir
niðurlægingu og hnignun biskupsstólanna og verður hugsað til þeirra
Guðbrands biskups Þorlákssonar og Brynjólfs biskups sveinssonar. í síð-
asta bréfi sínu til eggerts 1768 nefnir hann að sér hafi borist til eyrna fyr-
irætlanir um sölu landsins. Honum blöskrar það að vonum og kýs að ræða
ekki frekar.
í bréfinu sem eggert skrifar 1760 lætur hann mjög vel af sér og dvöl
sinni á íslandi. fram kemur að hann hefur ákveðið að dveljast hjá mági
sínum, Birni Halldórssyni í sauðlauksdal og systur, þar sem foreldrar hans
eru einnig. jón segist, í bréfi 7. maí 1761, skilja vel að eggert sé ánægður
á íslandi og uni sér betur en „í þessari kaupenhafnarfullsælu, er óreyndir
menn hyggja þar í landi“.36
næsta bréf (í september 1761) skrifar eggert líka í hasti; það er naumur
tími, sennilega til að ná skipinu, og hann byrjar á því að láta vita að honum
og hans fólki líði vel. fram kemur að vetur hefur verið mjög harður og sum-
arið „yfirmáta kalt, þó grasvöxtur ei mjög lítill, og sumstaðar nær meðal lagi,
víðast nýting góð. Þorskafli víðast harðla lítill […]“.37 eggert þakkar jóni
fyrir hans „góða latínska kvæði: Beatus ille, qui procul negotiis etc. en þar
þér skulið carmine lofa það svo tranquillum vitæ genus, þá læt eg yður vita,
að síðan eg fór frá Höfn, missta eg alla lyst til að yrkja“.38 eggerti líður
almennt betur en í Höfn; heilsan er betri og meira næði til ritstarfa. Hann
hefur fengið „stofu nýja, vel byggða [...] með kakalóni, bóka- og klæðaskáp,
og öðru hagræði, barometro, thermometro, úri, sólskífu, loft uppyfir með
34 sbr. bls. 183.
35 sbr. bls. 178.
36 AM 996 4to II, bl. 233v, sbr. bls. 167.
37 sbr. bls. 168.
38 sbr. bls. 169. Vilhjálmur Þ. Gíslason segir þó í bók sinni um eggert (1926, 135) að þrátt fyrir
þessa fullyrðingu hafi hann þvert á móti ort sín bestu kvæði og almennt orðið mikið úr verki
á þessum árum.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“