Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 150
GRIPLA150
[utaná bréfinu stóð]:
Göfugum og lærðum manni
sgr jóni ólafssyni (fæðingja við Grunnavík)
studioso seniori et antiqvario142 etc.
að kaupmannahöfn.
4. Bréf Jóns Ólafssonar til Eggerts Ólafssonar 10. maí 1763
AM 996 4to II, bl. 329r–331v:
Monsieur eggert ólafssyni:
Heiðurlegi höfðingsmann
heilsa eg yður að vanda!
Allt það besta óskast kann
æ berist til handa.
eg þakka í einu orði með öllum virtum allt ágætt við mig af yðar álfu fram-
komið og auðsýnt, og eins hugarlátlegt og mér kærkomið tilskrif, af dato
sauðlauksdal, þann 17. sept. er bróðir yðar monsieur jón afhenti mér þann
16. nóv. fullt af velvild og þægu ávarpi. Þér sjáið af þessu að eg hjari enn þá
sem eg við venjulega kosti aðeins, naumlega viðværilega. Máske mér fari
sem fleirum, að þegar að þeim tekur að kreppa fýsast þeir til íslands, og að
vísu er eg nú farinn til að gjöra meir ráð fyrir mér en áður, ef nokkur vill
veita mér viðtöku. eg finn að heilsan rýrnar nokkuð so eftir hendinni, þó
eg sé jafnan á ferli. Aldurinn færist nú að sextigum, so vantar 2 ár til; en
óhollt loft og kalt camers í vetur var, ásamt fleiru, bætir nokkru við. Þér
óskið mér betra stands og það hygg eg sé yðar góð alvara en varla er það
sýnilegt hér í stað, en armóðin og margt óþægt þekkja menn, sem von er
á þar í íslandi. Það liggur þó helst þungt mér í skapi, að það sem eg hefi
haft ómak fyrir að pára saman, eftirkomendum mínum til fyrirgreiðslu,
verður einskis metið, eður helst fyrir ónytjurugl eður með öðru móti
kemur fæstum fyrir sjónir, því eg merki vel að þankar flestra landa vorra
ganga annan veg, þeir sjá líka mín dæmi og annarra hvað þeir njóta þvílíks
í framtíðinni etc. um þetta gildir ei að sýsla: þér þekkið nokk til hlutanna
142 Þ.e. „stúdenti hinum eldra og fornfræðingi“; hinn yngri stúdent með því nafni var jón
ólafsson frá svefneyjum, bróðir eggerts; hann kallaði sig á (grískri) latínu Hypnonesius,
danir kölluðu hann hinn lærða íslending; jón ólafsson frá Grunnavík kallaði sig stundum
á (grískri) latínu Brachykolpius.