Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 190
GRIPLA190
og Lindow segir þetta færa ísland enn nær hinni norsku samfélagsmiðju
og fjær hinum villta, heiðna jaðri.78 svipaða viðleitni til menningarlegrar
tilfærslu þjóðar inn á miðjuna má sjá hjá Geraldi frá Wales (1146–1223)
sem staðsetur írland úti á jaðri heimsins, líkir íbúum þess við ófreskjur, og
færir Bretland með því nær hinni kristnu miðju heimsins.79 jaðar heims-
ins er alltaf nátengdur ófreskjum og andkristilegum gildum og því hefur
kristnum sagnariturum verið mikið í mun að staðsetja sig sem nákvæmast
og lengst frá þeim jaðri.
ef við skoðum nánar hinn norðlæga jaðar þá hefur Lotte Motz tekið
saman hvar tröllskessur koma fyrir í íslenskum heimildum, og það kemur
á daginn að þeirra umráðasvæði liggur einmitt á jaðri norðurlandanna,
semsé á jaðri annars jaðars. tvær tröllskessur eru nefndar á Grænlandi
sem talið var liggja skammt frá Bjarmalandi í norður-noregi,80 en annars
halda þær til allt frá Hálogalandi um finnmörk, Lappland og Bjarmaland,
karelíu og um síberíu allt austureftir. Aðeins ein býr utan hinna allra
norðlægustu slóða og sú býr í Afríku.81 Á þessum sömu norðlægu slóðum
búa tröllin. í Eddu er þekkt goðsögn af för Þórs til útgarða-Loka. nótt
eina gista þeir förunautar í skála nokkrum mjög miklum82 sem reynist
svo vera hanski risans skrýmis, og er það til marks um stærð hans. Hann
segir svo við þá förunauta: „Heyrt hefi ec, at þer hafit qvisat imilli yðvar,
að ec væra ecki litill maðr vexti, en sia skvlvð þer þar stæRi menn, ef þer
komit i Vtgarþ.“83 útgarður er staður sem stendur utan samfélagsins, utan
garðs; leiðin frá samfélaginu liggur frá miðju og út á jaðar, og sú miðja og
jaðar eru táknrænir staðir og bókstaflegir í senn. sköpulag jarðar var þekkt
78 john Lindow, „íslendingabók and Myth,“ Scandinavian Studies 69 (1997): 454–64. sjá
einnig Pernille Hermann, „íslendingabók and History,“ í Reflections on Old Norse Myths,
ritstj. Pernille Hermann et al., studies in Viking and Medieval scandinavia, 1. b. (turnhout:
Brepols, 2007), 17–32 og ekki síður Pernille Hermann, „founding narratives and the
Representation of Memory in saga Literature,“ Arv: Nordic Yearbook of Folklore 66 (2010):
69–87.
79 Asa simon Mittman. „the other Close at Hand: Gerald of Wales and the ‘Marvels of the
West’,“ í The Monstrous Middle Ages, ritstj. Bettina Bildbauer et al. (toronto: university of
toronto Press, 2003), 97–112.
80 sverrir jakobsson, Við og veröldin, 246—9.
81 Lotte Motz, The Beauty and the Hag: Female Figures of Germanic Faith and Myth, Philologica
Germanica, 15. b. (Vín: fassbaender, 1993), 65—8.
82 Edda Snorra Sturlusonar udgivet efter håndskrifterne, útg. finnur jónsson (kaupmannahöfn:
kommissionen for det Arnamagnæanske legat, 1931), 50.
83 Edda Snorra Sturlusonar, 53 (k. 45, 28 eftir skiptingu finns).