Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 274
GRIPLA274
flateyjarbókargerðinni en óvíst er hve langt er á milli þeirra og þess sam-
eiginlega texta sem þær eru runnar frá. Blöð hafa glatast úr handritinu
og svo illa vill til að þann hluta sögunnar vantar sem segir frá samræðum
Hróa og Þóris, sem raktar voru hér að framan. Af A-gerðinni eru hinar
tvær gerðirnar leiddar, B- og C-gerð, sem varðveittar eru í nokkrum 17.–18.
aldar handritum. færa má textafræðileg rök fyrir því að á milli B/C og A
séu ekki færri en tveir milliliðir en vafalítið eru þeir mun fleiri, a.m.k. í
afskriftum talið.21 í B/C kemur orðið finnvitka ekki fyrir. Þar er samhengið
eftirfarandi, og í stað finnvitka notuð sögnin pikka:
Flateyjarbók: þu hafdir med þer ⟨Finna⟩ ok keyftir þu at þeim at þeir
finnuitkade ór mer augat (1862, 76);
B- og C-gerðir: þu haffder finna med þier, og keijptter ad þeim ad
þeir pickudu ur mier augad (AM 587 a 4to, 4r [B-gerð]).
Hér er þess sérstaklega getið að Þórir telji Hróa hafa haft með sér Finna
(sama) en sem fyrr segir vantar það orð í flateyjarbókartextann sem
ævinlega er vitnað til.
sögnin pikka, ‚stinga‘, er gömul í íslensku og á sennilega rætur að rekja
til miðlágþýsku picken, pecken.22 Hún hefur borist inn í öll norræn mál og
kemur fyrir í íslenskum textum frá fyrri hluta 13. aldar, t.d. í biblíuþýð-
ingunni Stjórn, Þorláks sögu biskups (B) og Guðmundar sögu biskups eftir
Arngrím Brandsson:23
(1) hverr þeirra […] tok annarri hendi i hfvðit en pikaði [pickaði,
annað hdr.] með annarri hendi sino sverði a siðvnni þeim er i moti
stoð. sva at þar fello þeir allir senn davdir niðr til iarðar (hdr. frá
um 1300–1325).
21 Greinargerð um þessar mismunandi gerðir verður að finna í væntanlegri útgáfu Slysa-Hróa
sögu (Veturliði G. óskarsson).
22 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 709.
23 Hér verður ekki tekin afstaða til þess hvort Stjórn sé upphaflega norsk eða íslensk þýðing, en
textinn er a.m.k. varðveittur á íslensku í íslenskum handritum frá 14. öld. fornmálsdæmin
þrjú: Stjorn: Gammelnorsk bibelhistorie fra verdens skabelse til det babyloniske fangenskap, útg.
C.R. unger (ósló: feilberg og Landmark, 1862), 497; Þorláks saga byskups yngri, í Biskupa
sögur, 2. b., útg. Ásdís egilsdóttir, íslenzk fornrit, 16. b. (Reykjavík: Hið íslenzka fornrita-
félag, 2002), 210; Biskupa sögur, útg. Guðbrandur Vigfússon et al., 2. b. (kaupmannahöfn:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1878), 173.