Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 184
GRIPLA184
Ljóst er af Etymologiae að ísidór telur ekki að tími risanna hafi liðið
undir lok með nóaflóðinu, og er það í samræmi við tilvitnuð orð úr
Genesis hér að ofan („og einnig síðar“), en þeir kunna að hafa verið stærri
og algengari á öldum áður. Þetta er ekki aðeins hugmynd sem tekin er afar
bókstaflega, heldur verður hún beinlínis að trúaratriði ekki síst að tilstuðlan
Ágústínusar og síðar ísidórs. ekki þarf að kalla til fleiri vitni um hversu
almenn þessi hugmynd var en Arngrím jónsson lærða. eftir að hafa borið
tilbaka hvers kyns furðusögur um ísland í Brevis commentarius de Islandia
(1593), færir Arngrímur fyrir því ítarleg rök í sjálfstæðu framhaldsriti
sínu Crymogæu (1609) að fólk á norðurhjara veraldar sé komið af risum,
og styðst þar við Biblíuna, Ágústínus og saxa málspaka allt í senn.52 Hér
ber að hafa í huga að Arngrímur skrifar rit sín aðeins 43 til 59 árum eftir
blóðuga siðbót; hann er í senn gallharður lútheristi og húmanisti en í hans
huga er Ágústínus samt sem áður óskeikull. Þrátt fyrir að óvættatrú fari
dvínandi á fimmtándu og sextándu öld úti í hinum stærri heimi53 þá eru
risar enn veruleiki — í það minnsta liðinnar tíðar — á íslandi á sautjándu
öld. tæplega hefur sá veruleiki verið óverulegri í heimsmynd íslendinga á
tólftu öld — eða þeirri fjórtándu.
ísidór nefnir margar fleiri skrímslaþjóðir: Cynochephali (hundshöfðar)
sem eru fremur skepnur54 en menn. Þeir eru úr Indíum, hinu stóra óljósa
austri, og þaðan koma einnig Cyclopes sem hafa aðeins eitt auga í enninu.
Blemmyae sem fæðast í Líbýu, það er norðvestur-Afríku, eru höfuðlausir
bolir með munn og augu á bringunni. fólk í austurlöndum fjær telur
ísidór að hafi ófresk andlit, sumt án nefs eða alveg flöt andlit eða formlaust
yfirbragð; sumir með svo stóra neðri vör að hún skýlir þeim frá sólinni
meðan þeir sofa. sumir eru sagðir tungulausir og kunni því aðeins að tjá
sig með látbragði. ísidór telur upp satýra sem séu lítið fólk með krækt nef,
ueterum bustis ac specubus affixa testantur. Quod si quis ui monstruosa patratum ambigat,
quorundam montium excelsa suspiciat dicatque, si callet, quis eorum uerticibus cautes
tantę granditatis inuexerit.“ Saxo Grammaticus, Gesta Danorum: Danmarkshistorien, útg.
karsten friis-jensen, þýð. Peter Zeeberg, 2 b. (kaupmannahöfn: det danske sprog- og
Litteraturselskab, Gads forlag, 2005), 1:84.
52 Arngrímur jónsson, Crymogæa: Þættir úr sögu Íslands, útg. og þýð. jakob Benediktsson, safn
sögufélags, þýdd rit síðari alda um ísland og íslendinga, 2. b. (Reykjavík: sögufélag, 1985),
105−35.
53 friedman, The Monstrous Races, 197—207.
54 Hér nota ég orðið ,skepnur‘ lauslega yfir það sem ísidór kallar bestiae, og fylla þann flokk
ýmis rándýr s.s. ljón, úlfar og önnur hunddýr.