Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 131
131
til þunglyndis sem hann veit að hann þarf að berjast gegn. Hann fór meira
að segja í danstíma í kaupmannahöfn til að vinna bug á þunglyndi sínu.45
síðar í sama bréfi reynir hann að hugga sig við Hóras en það gengur illa:
„Það kostar nokkra áreynslu að hafa æqvum animum þegar allt hitt nálæga
brestur eins og fyrir mér og vita þó fyrirfram að varla nýtur nokkur. eg er
ei sá hinn sami sem get skafið öldungis út mitt melancholiska þunggeði og
þankagræðsku þá flest bægir“.46 svo segir hann: „Veit eg á íslandi er slæmt
efnalausum, líka hér ei síður; en það er kúnstin að geta snúið slíku sér til
góðs“.47
í svarbréfi til jóns 17. september 1762 rekur eggert mjög nákvæmlega
hvernig ræktunin gengur: „Maturtavöxtur er hér í sauðlauksdal miklu
betri en í fyrra […]“.48 Hann segir jóni frá kvæði sínu Búnaðarbálki, lýsir
byggingu þess og kaflaskiptingu og segir lokakaflann fjalla um það „hvern
veg góðir bændur kunni að lifa glaðir og vel ánægðir, og hafa alls konar
nægtir á íslandi“. Að lokum segir hann:
yður get eg ekkert huggað, þó gjarnan vildi, nema með því, sem
algengið er, að segja: maður hljóti að vera þolinmóður. Það er fljótt
sagt, en seint gjört. Það besta ráð er, að setja sitt traust til hins góða
guðs, vænta hans náðar og aðstoðar með öruggri trú, og styrkjast svo
í honum. Þessi eru þau einu úrræðin, þá allt brestur […].49
í bréfi frá jóni sem skrifað er 10. maí 1763 þakkar hann eggerti innilega
bréfið og alla góðvild í sinn garð en honum er þó þungt í skapi því að hann
óttast „að það sem eg hefi haft ómak fyrir að pára saman, eftirkomendum
mínum til fyrirgreiðslu verður einskis metið, eður helst fyrir ónytjurugl
eður með öðru móti kemur fæstum fyrir sjónir, því eg merki vel að þankar
flestra landa vorra ganga annan veg, þeir sjá líka mín dæmi og annarra hvað
þeir njóta þvílíks í framtíðinni etc.“.50 í þessu sama bréfi segist jón hafa
gert skrá yfir ritverk sín. Hann telur að þar muni sumt þykja „fánýtt“ og
45 Þetta kemur fram í bréfi jóns til Bernhards Möllmann prófessors en þar kallar hann sig „et
galt melancholisk mændiske“ og hafi hann reynt bæði dans og önnur ráð til að vinna bug á
þunglyndi, sbr. jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 231.
46 AM 996 4to II, bl. 278v, sbr. bls. 176.
47 AM 996 4to II, bl. 279r, sbr. bls. 176.
48 sbr. bls. 177.
49 sbr. bls. 179.
50 AM 996 4to II, bl. 329r, sbr. bls. 180.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“