Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 145
145
fundið á sjálfum mér hið sama. en hér í hrossaskellu glaumnum, eg meina
urbanos tumultus, verður því ei við komið, og það allra síst ef maður er í
nokkru neytur fram yfir homines inertissimos109 helst síðan það er orðinn
viðtekinn vani að brúka þénustu hinna fátækari, hvar sem henni verður
viðkomið. furðu mikið þykir mér þér hafa getað komið til leiðar um
ýmsar plantanir og er slíkt ein hin hreinlegasta og gagnlegasta skemmtan.
nokkrum sinnum hefi eg lesið bréf yðar upp aftur mér til skemmtunar og
ei síst vegna þessa pósts, hvern eg skyldi þess heldur congratulera yður sem
eg vissi hann væri varanlegri. En so gengur tíðast til að άυτάρκειά110 vor
verður oss heldur skammvinn. Það er vitanlegt okkur, sem til þekkjum, að
bestu náðir eru þar í landi til studia excipio111 embættismönnum sumum
er margt hafa að sýsla. Clima, loft og matur á við oss flesta, sem von er,
vantar þó í vissum studiis, bækur og lærða menn að tala við sed qvod ad
reliqva112 er þar conditio vitæ113 í flestu miklu betri þeim sem nokkur ráð
hafa og fortekið hefði eg að sumt af því sem nefnið so sem plómutré og
espi mundi þar takast og eigi tókst Lauritz lögmanni sitt linditré fyrir
utan stofuglugga sína. eg hefi gjört, þó að óaðgættri ráðlegging bréfs yðar,
að lesa oft yðar bréf um þetta, því mín eigin inclination114 hefur mig til
þess hvatt og í sannleika að segja er mér lífið leitt orðið, ei so mjög sökum
brests á matar uppeldi er aðrir útbýta mér, sökum mín fata115 eru slík að
lifa jafnan í ófrjálsu standi, þótt á móti náttúru minni og það tekur nú til
að draga allan dug úr mér, og nærir contemtum116 til alls þess er eg fyrr
matti mikils í þessu genere studiorum er eg hefi spillt minni bestu ævitíð
við. nema so væri að eg fengi þann successorem117 til viðtöku, er vit og
vilja hefði með að fara; til hvers eg hefi löngum kosið yður einan sem vitið.
en eg finn hvað mér líður að líkast er eg, að eg muni fá ár draga yfir höfuð
hér eftir í mínu alltíð ófornægilega, örbirga og lasti undirlagða útlendings-
standi. Ætlaði þó að láta eigi þá litla notitiam undirganga sem eg, einkum
109 Þ.e. ódugandi menn.
110 Þ.e. gr. autarkeia, ‘að vera sjálfum sér nægur’.
111 Þ.e. til fræðistarfa nema ...
112 Þ.e. þegar allt kemur til alls.
113 Þ.e. lífsskilyrði.
114 Þ.e. tilhneiging.
115 Þ.e. örlög.
116 Þ.e. andúð.
117 Þ.e. eftirmann.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“