Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 193
193
selum, rostungum og söltuðu mannakjöti.98 Að skilgreina aðra á grundvelli
mataræðis er algengt líkt og áður er getið og þess sér stundum stað þar
sem tröll koma fyrir í Hrafnistumannasögum. Brúni, faðir Hrafnhildar,
býður finnum til sín nóttina sem þau ketill geta Grím loðinkinna og
sérstök athygli er vakin á fjölkynngi þeirra og því að þeir nærast á smjöri
einu saman.99 Þegar Grímur loðinkinni hefur ráðið niðurlögum tröllanna
Hrímnis, Hyrju, feimu og kleimu verður skyndilega „nógur veiðifangi.
Lá þá hvalr í hverri vík“,100 og er það almennt til marks um tröllagang
í Hrafnistumannasögum þar sem veiðifang skortir líkt og nánar verður
komið að hér á eftir. en þó að Hallbjörn sé bundinn tryggðarböndum
við þvílík tröll er honum meinilla við Hrafnhildi, barnsmóður ketils frá
finnmörk, en honum þykir illt að ketill vilji „elska tröll þat“. Þetta gæti
bent til þess að Hallbjörn sé einhvers konar eftirlendutröll sem vilji syni
sínum betra líf en hann sjálfur átti kost á sem „hálftröll“, en þess er raunar
getið að Hrafnhildur hefur „álnar breitt andlit“101 og er það til marks um
ætterni hennar norðan úr finnmörk.
Það blasir enda við lesandanum að tröll sögunnar eru einangruð og búa
afskekkt; þau eru jaðarsett og öðruð (e. othered), í þeirri merkingu þess
orðs að andspænis hinu norræna, siðmenntaða sjálfi ketils hængs eru þau
hinn. Þau eru í senn spegilmyndin og andstæðan.102 eftir að ketill hefur
í Ketils sögu. Hvort skýr greinarmunur er gerður á tröllum og jötnum í þessari sögu er
ómögulegt að vita, en þó er kaldrani alltaf kallaður jötunn en vinir hans tröll (sjá Ketils sögu
hængs, 2. k.).
98 um þennan hluta sögunnar, sjá stephen A. Mitchell, „the supernatural and the forn aldar-
sögur: the Case of ketils saga hængs,“ í Fornaldarsagaerne, 281—98.
99 Ketils saga hængs, 3. k.; Gríms saga loðinkinna, í Fornaldarsögur Norðurlanda, 1:1. k.; Örvar-
Odds saga, 1. k. Helen f. Leslie telur að skringilegt mataræði finnanna endurspegli
raunverulegan skort þeirra á mjólkurafurðum, „the Matter of Hrafnista,“ 195–98. Ég
er ekki ósammála því að svo kunni að vera, en ég er fyllilega sannfærður um að ætlunin
með þessum stutta þætti sé að framandgera þá. Þátturinn spilar aftur veigamikið hlutverk
í hinni undirliggjandi sögu af syni bjarndýrsins einsog hún birtist í Örvar-Odds sögu, sbr.
Pizarro, „transformations of the Bear’s son tale,“ 271–72, og sú greining þykir mér heldur
styðja þá tilfinningu mína að finnarnir í sögunni séu vísvitandi gerðir framandlegir.
100 Gríms saga loðinkinna, 2. k.
101 Ketils saga hængs, 3. k.
102 Helga kress hefur fjallað um jöðrun tröllkvenna í Hrafnistumannasögum sakir kyn-
gervis; þær eru andstaðan við siðmenningu karlanna og hið villta og náttúrulega sé því
táknrænt fyrir konuna sem vilji hafa völdin af körlunum, og þannig verður tröllkonan eins
konar birtingarmynd fyrir ótta þeirra, þó að þeir sigrist jafnan auðveldlega á henni. sjá
Helgu kress, Máttugar meyjar: Íslensk fornbókmenntasaga (Reykjavík: Háskólaútgáfan,
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“