Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 187
187
lagið var fullkomið í Paradís þá liggur beint við að athuga hvar talið var að
Paradís væri:
ynðis stadr sa var gorr i avstanverþvm heimi er Paradisvs hetir. sa
staðr er fiarllegr hardla þeim iorþvm avðrom er nv erv bygþar af
monnvm. sa staðr er fegri oc friðare avllom avðrom lavndom. þar
spretr ein mikill brvnr. sa er harðla groðrsamr oc vavkvar allam þan
stað. en or þeim brvni renna þioðar fiorar hingat i heim i <kvnnleik>
monvm. þeirra er ein Ganges onnvr tigris þær ero baþar avstr
i Asia. in þriðia er nilvs hvn fell<r> vm Blaland allt en sidan vm
egiptaland oc þaðan i sia. in fiorða er evfrates er fellr fyrir avstan
Gydingaland.66
Þessi lýsing úr Veraldar sögu er að mestu leyti í samræmi við Vúlgötu.67
Þar er fyrsta áin Phison sem rennur um land evíla, önnur Geon sem rennur
um eþíópíu,68 þriðja Tígris sem rennur austan við Assyríu (írak) og sú
fjórða er Ephrat. í ljósi þess að níl er sögð renna um Bláland fyrst og næst
egyptaland áður hún rennur í sjá er Bláland það sem nefnt er í Veraldar
sögu sennilegast eþíópía miðað við þann skilning á því landsvæði sem
nefndur var hér á undan, þ.e. súdan, erítrea, eþíópía og sómalía nútímans
ásamt fleiri löndum. frjósami hálfmáninn afmarkar stöðu Paradísar í heim-
inum, austur af ísrael, óhjákvæmilega í Mesópótamíu (Babýlon) ef bæði
tígris og efrat runnu þar í gegn. Lærðir menn á miðöldum voru meira
eða minna sammála um þessa staðsetningu; ísidór, Hrabanus Maurus og
Honorius Augustodunensis eru allir sammála um að hún liggi í austri, en
ítarlegar er farið út í þetta í AM 194 8vo og Hauksbók sem báðar styðj-
ast við rit lærðra manna.69 sú staðsetning er einnig í samræmi við ýmis
heimskort miðalda, svo sem Herefordkortið sem sýnir Paradís umlukta
ókleifum múr í háaustri.70
66 Veraldar saga, 4−5.
67 og raunar Hauksbók (150) einnig, en þar eru árnar nefndar Phison sem fellur að Indíalandi,
Gion eða níl öðru nafni sem fellur um Bláland, tígris sem fellur um serkland og eufrates
sem fellur um Mesópótamíu.
68 kúsland í nýrri þýðingum Biblíunnar (1M 2.13). í hvoru tilviki um sig er átt við landið um-
hverfis norðanverða níl.
69 sverrir tómasson, „ferðir þessa heims og annars: Paradís – ódáinsakur – Vínland í
íslenskum ferðalýsingum miðalda,“ Gripla 12 (2001), 28.
70 Ásgeir Blöndal Magnússon telur að sjálft orðið paradís sé komið úr fornpersnesku,
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“