Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 134
GRIPLA134
1. Bréf til Eggerts Ólafssonar 20. maí 1760
AM 996 4to I, bl. 226v:
Monsieur eggert til, verður ferðugt í kvöld.62
Mikilsvirðandi æruríki heiðursmann amice in paucis integerrime omnia
favsta!63
til vonar og vara, að þessar línur berist yður þó marklitlar séu, þá hripa
eg þær, einasta til að þakka fyrir allt gott og vel gjört, sem í vetur þér og
ásamt yðar góða bróður merkilega sýnduð um erindi mitt.
Mín allshugar ósk er að sjóreisan hafi vel af leiðst, og eins gangi hingað-
reisan, ef hennar er í haust von, eður nær sem hún verður. nú samstundis
í dag, kl. 4 eftir miðdag tók eg afskeið við doktor Bjarna Paulsson,64 hvern
Guð sömuleiðis alltíð lukkulega leiði. Mikill söknuður er að ykkur báðum,
præstantissimis hujus temporis nostratium,65 sem hér hafa verið.
eg lifi við hið sama í basli mínu, en mér er huggun að bræðrum yðar
sem eftir eru, einkum mínum æruríka nafna, sem allt vill mér til góðs gjöra
og lætur sér það eigi leiðast. Mér kom í hug að ávarpa yður með einnri
stöku að skilnaði, en eg veit þér eruð eigi gefinn fyrir því, þar þér kunnið
sjálfur miklu betur.
so vel sem hérvera ykkar beggja monsieur B. hefir merkileg verið, líka
eins afskeiðið. Það er óþarft að fylla upp þenna flýtiseðil með fleiri orð,
utan óskum sjálfákjósanlega Guðs blessunar til yðar, bæði til ferðalags-
ins og annars um varðandi, og gefi mér þá lukku, að mega sjá yður aftur í
góðu tilstandi. eg hugga mig við nafna minn elskulegan og bræður ykkar á
meðan en sjálfskylt er mér alltíð að stunda yðar manndómlegar og merki-
legar dyggðir, og minnast alltíð með respekti.
Vestræ præstantiæ semper addictissimus66
jón ólafsson.
í hasti, Hafniæ, 20. Maji, 1760
62 Á spássíu: „skrifað og sent.“
63 Þ.e. vinur í litlum og öllum heiðarlegum tilvikum; þ.e. í einu og öllu.
64 Bjarni Pálsson (1719–1779) var skipaður fyrsti landlæknir íslands þetta vor.
65 Þ.e. þessa besta samvistartíma okkar.
66 Þ.e. sem ávallt þráir yðar ágæti.