Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 204
GRIPLA204
gegn þeim mennska heimi sem liggur á milli þeirra og Guðs. í hvoru lið-
inu sem er má finna afkomendur þeirra, svo sem göfuga trúleysingjann og
tröllabanann Örvar-odd, og svo hið illa, til dæmis surt í Ketils sögu sem
helst líkist mannætum skýþíu í kristilegum heimildum. tröllin úr forn-
aldarsögunum eru því ekkert sérlega frábrugðin öðrum ófreskjum sem
tilheyrðu heimsmynd miðalda — þau eiga uppruna sinn í sömu félagslegu
smíðinni (e. social construct).
íslendingar tilheyra hinum kristna heimi og gerðu það áður en þeir
urðu kristnir. Það gátu þeir sýnt fram á með því að gera jafnvel heiðnustu
forfeður að göfugum tröllabönum og verndara réttra gilda, líkt og undir-
strikað er með andúð ketils hængs á óðni149 og því þegar Örvar-oddur
sver uppdiktaðan víkingaeið sem er grunsamlega siðferðislega kórréttur.150
Þar með hefur ísland verið fært með handafli af jaðri heimsins og lifandi
tengsl þess við kristindóminn undirstrikuð. jaðarinn er heldur færður til
norður-noregs, finnlands, karelíu og til Grænlands, þar sem norrænir
menn berjast við skrælingja, einfótunga, finngálkn og önnur tröll og sanna
sig þannig sem ystu útverðir kristindómsins á norðurslóðum.
HeIMILdAskRÁ
fRuMHeIMILdIR
Alexandreis, það er Alexanders saga á íslensku. útg. Gunnlaugur Ingólfsson. Reykja-
vík: steinholt, 2002.
Arngrímur jónsson. Crymogæa: Þættir úr sögu Íslands. útg. og þýð. jakob
Benediktsson. safn sögufélags, þýdd rit síðari alda um ísland og íslendinga. 2.
b. Reykjavík: sögufélag, 1985.
Heilagur Ágústínus. The City of God Against the Pagans. Þýð. G.e. McCracken
et al. 7 b. The Loeb Classical Library. 411.−417. b. Cambridge, MA: Harvard
university Press, 1965.
Áns rímur bogsveigis. útg. ólafur Halldórsson. íslenzkar miðaldarímur. 2. b.
stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Rit. 4. b. Reykjavík: stofnun Árna
Magnússonar á íslandi, 1973.
149 Ketils saga hængs, 5. k.
150 Örvar-Odds saga, 9. k. um uppruna þessa víkingaeiðs, sjá Carolyne Larrington, „A Viking
in shining Armour? Vikings and Chivalry in the fornaldarsögur,“ Viking and Medieval
Scandinavia 5 (2009): 269–88.