Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 149
149
3. Hvað gagnar svo fyrir gýg að vinna.
4. Manninum er því ekkert betra.
5. Vilið þér mér ei til þess trúa.
nú hafið þér þvílíka stundar-skemmtan, í staðinn fyrir það, að eg mun
ei sjá yður í ár í kaupmannahöfn; eg hafði að sönnu ætlað það, en bæði
komu skipin seint, og líka hefi eg ekkert bréf þar um fengið frá mínum
principalibus,137 en heyrt eg eigi þess þó von, og muni þeim þóknast eg sé
enn á íslandi vetrarlangt. yður get eg ekkert huggað, þó gjarnan vildi,
nema með því, sem algengið er, að segja: maður hljóti að vera þolinmóður.
Það er fljótt sagt, en seint gjört. Það besta ráð er, að setja sitt traust til hins
góða guðs, vænta hans náðar og aðstoðar með öruggri trú, og styrkjast svo
í honum. Þessi eru þau einu úrræðin, þá allt brestur, og hvort sem er, ef vel
er ráðið. Þar þér nefnið, að mig vilduð fá láta catalogum yfir yðar scripta,138
svo eg viti hver þau sé, þá læt eg yður vita (sem þér munuð nú gleymt hafa),
að eg fékk hann hjá yður áður eg fór úr Höfn, og hefi eg hann hjá mér.
Mun eg nú lofa því, og það er allt hvað eg gjöra kann yður til maklegrar
þénustu, ef yður lifi og nokkru líku efni kasta á pappír, að unna sannmælis
fyrir allt yðar mikla starf og ráðvendni. eg læt hér við lenda, og befala yður
almáttugum guði til halds og trausts í bráð og lengd. Viljandi jafnan finn-
ast
yðar verðugleika
einlægur vin og elskari
eggert ólafsson.
sauðlauksdal d. 17da septembr. 1762.
fréttum sleppi eg, og fæ þær ei merkilegar norður á þenna kjálka.
nafnkenndir menn lifa, nema jón í Grenivík139 og katrín Þórðardóttir,140
kvinna síra Vig(fúsar) j(óns)sonar. Hinar almennar fréttir, um árferðið etc.,
hefi eg áður á drepið, sumt fortelja bræður mínir. Bréf til Mr. Magnúsar
Vídalíns141 sendi eg með vissri ferð norður í ísafjörð. semper vale!
137 Þ.e. forstöðumönnum hins danska vísindafélags.
138 Þ.e. nöfn ritgjörða þeirra, sem jón ólafsson hafði samið.
139 jón jónsson í Grenivík í Höfðahverfi, sýslumaður í eyjafjarðarsýslu frá 1727 til 1748, faðir
Þórarins sýslumanns, föður stefáns amtmanns á Möðruvöllum.
140 katrín Þórðardóttir prófasts á staðastað, jónssonar, húsfreyja í Hítardal; síra Vigfús í
Hítardal var bróðir finns biskups.
141 Magnús Vídalín, sonur Páls lögmanns, bjó í Ögri við ísafjarðardjúp, andaðist 1769.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“