Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 146
GRIPLA146
in Philologias Islandicis, hafði numið af öðrum og sjálfur amplificeret og
sett í nokkrum ordinem scientificum; og búinn er eg að skrifa catalog um
þess alls er eg í þessháttar literat sökum iðjað hefi. Mér varðar nú mest um
consolationem piam et philosophicam,118 þá er eg, eftir gamalli experientia,
mun hljóta að leitast við að innplanta mér sjálfum, Horatius hafði þær
viðlögur det opes (sc. jupiter) det nummos, animum æqvum mihi ipse
patabo, og satt er: Það kostar nokkra áreynslu að hafa æqvum animum119
þegar allt hitt nálega brestur eins og fyrir mér og vita þó fyrirfram að
varla nýtur nokkur. eg er ei sá hinn sami sem get skafið öldungis út mitt
melancholiska þunggeði og þankagræðsku þá flest bægir og alltíð syrtir
meir og meir í álinn post multa exantlate120 á gömlum aldri. Þeir tímar
voru líflegs hugar að mér þótti minnkun að komast í engvar hugarraunir.
en nú er so komið að mér nægir. en þykir það lakara að máski eg megi
hrekjast enn í nýjum húsgangi eftir starfið ef lengur lifi, id est, úr annarri
calamitate í aðra, vel, ut dicunt, úr [einu jarðnesku] helvíti í annað. Hér get
eg varla lengur við lafað því ætíð þrengir að, en eg eldist, en á íslandi er ei
að vænta nema annarra nýrra adversitatum sem mitt vitæ genus í þessum
stað hefur ei hast að berjast við. fáum tekst að vera meistarar síns sinnis þá
allt að þrengir eður hafa affectum impatibilitatis. Veit eg á íslandi er slæmt
efnalausum, líka hér ei síður; en það er kúnstin að geta snúið slíku sér til
góðs með þolinmæði. Það er hvað best eg vænti, að fá yður innan sex mán-
aða. Þér endið bréf yðar með þeirri ósk að það verði mér skemmtilegt og so
hefur orðið en eg óska aftur að yður verði ei markleysa þessi leið yfirlestrar.
oflangt er orðið óviljandi helst ef eg sé yður innan 5 mánaða. Guð gefi yður
afturkomu ferðina farsæla og allar lífsstundir annars og síðan æskilegar og
ánægileg not yðar manndóms og meritorum121 í lífi þessu þangað til hin
bestu viðtaka í hinu eftirkomandi. Lifið alltíð með heiðri og heillum og
ánægju í óraskanlegu velstandi – þess óska eg sem ætíð vil viðurkenna yðar
framkominna velgjörðir við mig og stunda yðar dyggðaríkt, manndómslegt
og lærdómsfullt geðslag, vit og hugarfar, í þénustuviljugri einlægni. khafn
þann 10. Maji 1762 og sendur fréttaseðill. jón ólafsson.
118 Þ.e. huggun guðrækilega og heimspekilega.
119 Þ.e. jafnaðargeð.
120 Þ.e. eftir að hafa þolað mikið.
121 Þ.e. mannkosta.