Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 192
GRIPLA192
stundum notuð sem samheiti í íslenskum heimildum,“89 og líkt gildir um
Bjarma svo sem komið verður að hér á eftir.
Hermann Pálsson taldi að ýmsar lýsingar á tröllum í fornaldarsögum
ættu við sama,90 og er sú kenning jafn áhugaverð og freistandi er að grípa
til hennar.91 Hermann heldur því fram að viðurnefni Hallbjarnar hálftrölls
í Ketils sögu hængs sýni „ótvírætt að móðir hans hefur verið samísk“,92 og
undir þetta taka sandra Ballif straubhaar93 og sverrir jakobsson.94 Þetta
sjónarhorn fer langa leið með að útskýra tvíbenta afstöðu Hallbjarnar
til trölla. Hann er sjálfur hálftröll og á eintóm tröll að vinum. Hallbjörn
reynir að letja ketil til að leita fanga á heimaslóðum þessara vina sinna
með orðunum „Reimt mun þér þar þykkja“.95 Þar koma í ljós áðurnefnd
tengsl trölla við reimleika sem Ármann jakobsson hefur bent á.96 einn
vina Hallbjarnar, jötunninn surtur,97 á forðabúr af hvölum, hvítabjörnum,
89 sama rit, 249.
90 Hermann Pálsson, Úr landnorðri: Samar og ystu rætur íslenskrar menningar, studia Islandica,
54. b. (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands, 1997), 14—27.
91 Að vísu fer ekki mikið fyrir samakenningunni í fræðunum, að undanskilinni umræðu hjá
sverri jakobssyni, Við og veröldin, 246—76. Helen f. Leslie, „the Matter of Hrafnista,“
Quaestio Insularis 11 (2010): 169–209, virðist einnig gefa sér að um sama sé að ræða og
sandra Ballif straubhaar, „nasty, Brutish, and Large: Cultural difference and otherness in
the figuration of the trollwomen of the fornaldar sögur,“ Scandinavian Studies 73 (2001),
veltir upp sama möguleika.
92 Hermann Pálsson, Úr landnorðri, 16. Þetta hefur raunar einnig töluverða þýðingu fyrir
minni sem nefnt hefur verið „sagan af syni bjarndýrsins“ og sannfærandi rök hafa verið
færð fyrir að Ketils saga og Gríms saga loðinkinna séu sögur af þeirri gerð, en Örvar-Odds
saga þiggi ýmislegt að láni frá þeirri hefð. sjá joaquin Martinez Pizarro, „transformations
of the Bear's son tale in the sagas of the Hrafnistumenn,“ Arv: Nordic Yearbook of Folklore
32–33 (1976–77): 263–281.
93 sandra Ballif straubhaar, „nasty, Brutish, and Large,“ 107.
94 sverrir jakobsson, Við og veröldin, 258.
95 Ketils saga hængs, í Fornaldarsögur Norðurlanda, 1:2. k.
96 sbr. Ármann jakobsson, „Hvað er tröll?“ sjá einnig Ármann jakobsson, „íslenskir draugar
frá landnámi til lúterstrúar: Inngangur að draugafræðum,“ Skírnir 184, nr. 1 (2010): 187–
210.
97 nafnið surtur kemur víða fyrir í tengslum við jötna í íslenskum miðaldabókmenntum.
Þekktastur þeirra mun vera surtur sem nefndur er í Völuspá og í Eddu, en raunar er
hann að ég hygg aldrei beinlínis sagður vera jötunn þótt það megi lesa úr samhenginu.
Hellisbúinn Hallmundur í Bergbúa þætti (sem sjálfur kallar sig „bjargálf“) virðist einnig
hafa nokkur tengsl við hann, sbr. „ek fer greppr af nekkvi, niðr í surts ens svarta, sveit í eld
enn heita“; sjá Bergbúa þáttr, útg. Þórhallur Vilmundarson, íslenzk fornrit, 13. b., Harðar
saga (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1991), 448. um þau tengsl að öðru leyti, sjá
umfjöllun Þórhalls í inngangi sama rits, cciii—ccxi. jötunninn kaldrani kemur síðar fyrir