Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 135
135
en sjáið nú til, að [verði] eigi frónfastir, heldur
yður jafnan lukkan leiði
lofsverðasti heiðurs mann,
og yðar alla götu greiði,
gangi allt í hag er kann.
en aftur að eg yður sjái
er það mesta fýsna mín,
óskum drottinn lífið ljái,
lofið fái
dygða maður um daga sín.
1. Bréf til Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, þá í kaupmannahöfn, skrifað
frá Hjarðarholti í Borgarfirði 10. septembr. 1760. [Ágrip jóns í bókhlöðu
háskólans í kaupmannahöfn. Additamenta nr. 25 í 4to].67
[eggert skrifar:] … að sér hafi liðið vel, og að hann hafi hitt þar í landi [=
á íslandi] alla náunga sína og vini lífs og heila, og „auk þess árgæsku mikla
um allar sveitir, svo eg hresstist eigi alllítið við það, að sjá, hversu guð leikur
hér við oss íslendinga. Hann gefi oss lifandi þekkingu sína, og alvörugefni
til að meðtaka svo alla þá náð og blessan, að ei verði oss hans gjöf að hefnd-
argjöf.
Almennum fréttum sleppi eg, og vísa til frænda minna. eg vil ei gjöra
yður þann ómaka, að telja fram almennar fréttir, eður hvað landsins forlög
snertir. Höfðingjar landsins koma enn til ykkar í ár: skúli, Björn og
ólafur;68 vil eg óska þeim þess framgangs, sem guð sér hentugastan vera,
sínu nafni til dýrðar, og föðurlandinu til uppreistar og nota. Ráðin er mér
nú vetrarvist hjá mági mínum síra Birni, vestur í sauðlauksdal, hvar for-
67 fyrirsögn útgáfu bréfa eggerts í Andvara 1874 er: „nokkuR BRÉf eGGeRts
óLAfssonAR. 1760–1767“ og við hana er eftirfarandi skýringargrein neðanmáls: „eggert
fór fyrst utan 1746, kom út í Vestmannaeyjum 1750, og með honum Bjarni Pálsson, stall-
bróðir hans; ferðuðust um suðurland og fóru utan um haustið. 1752 komu þeir út aftur báðir
samt, og ferðuðust um land í rannsóknum þar til 1757, þá þeir fóru utan aftur. 1760 kom
eggert út, og var á íslandi til 1764, kom út aftur 1766, og var síðan á íslandi til dauðadags.“
68 Þ.e. skúli Magnússon landfógeti, Björn Markússon lögmaður og ólafur stefánsson, þá
varalögmaður sveins sölvasonar, lögmanns norðan og vestan á íslandi.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“