Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 203
203
að því marki að hann þröngvi ekki nútímalegum sjónarmiðum sínum upp
á fortíðina. Því hlýtur hann að kosta kapps um að forðast að þröngva heim-
ildum sínum í skáldskaparfræðileg mót sem þær eiga ekki heima í, þó að
íslenskar miðaldabókmenntir þiggi sannarlega víðtæk áhrif frá erlendum
hugmyndastraumum.
Það væri því ef til vill frjórra að líta sem svo á að íslendingar hafi
fyrst og síðast ritað sögur, eftir því sem þeir sjálfir kölluðu það, sem sam-
an mynda einhvers konar heild. Gamla testamentið er að stórum hluta
etnógrafía eða þjóðarsaga sem svonefndar íslenskar veraldarsögur byggð-
ust á, til að mynda Stjórn og Veraldar saga. Biblían var upphaf og endir
allrar mannkynssögu sem hægt var að staðfesta, hún var lögmálið, og
því voru veraldarsögur í grunninn endursagnir á Biblíunni. í þær verald-
arsögur var oft bætt við annarri mannkynssögu sem heimildir voru fyrir,
svo sem Alexanders sögu, Rómverja sögu og Trójumanna sögu. Þá tóku við
Þiðreks saga og Karlamagnúss saga og fleiri goðsagnakenndar sögur af ridd-
urum og fornaldarköppum norðurlanda svo sem hin samhangandi heild
Hrafnistumannasagna. um upphaf íslandsbyggðar fjalla Íslendingabók og
Landnámabók, þar sem afkomenda Hrafnistumanna er meðal annarra
getið, og þar er heldur aukið á samhengið við ytri atburði heimssögunnar
fremur en hitt. Við taka íslendingasögur, byskupasögur og sagnasafnið um
sturlungaöld sem í sjálfu sér er ekki formlega frábrugðið íslendingasögum.
Allar snúast þessar bókmenntir um að finna íslandi stað í stærri heimi.
Það má rekja sömu þræði í gegnum allar þessar bókmenntir sem að
ósekju hafa verið flokkaðar í sundur; með öðrum orðum er margt sem
bendir til þess að íslensk sagnarit séu fyrst og fremst tilraun íslendinga til
að rita sögu sína inn í sögu mannkyns til samtímans, það er að segja hins
sjötta heimsaldurs — þess síðasta fram að endalokum heimsins. Rétt einsog
Ari fróði reynir að kristna ísland í öndverðu með því að segja að Papar hafi
komið hingað á undan norrænum mönnum,148 þá má rekja í kristnum
ritum um forkristna tíð tilhneigingu til að gera heiðnar söguhetjur hálf-
kristnar inn við beinið. sambærilegar hugmyndir má finna í Völuspá (og
endursögn Snorra-Eddu á henni) um heimsendi og þær sem finna má í
Biblíunni, þegar hinir fornu risar losna úr prísund sinni og ráðast af alefli
148 Íslendingabók, útg. jakob Benediktsson, íslenzk fornrit, 1. b., Íslendingabók - Landnámabók
(Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1968), 1. k. sjá einnig Lindow, „íslendingabók and
Myth“ og Hermann, „íslendingabók and History“.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“