Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 197
197
Lengst og langsamlega flóknust allra Hrafnistumannasagna er Örvar-
Odds saga. Örvar-oddur verður frægur að endemum fyrir Bjarmalandsför
sína svo að öll hans síðari verk falla ætíð í skuggann af þessu eina bernsku-
breki, en í Bjarmalandi drepur hann í og með heila hirð trölla og höfðingja
þeirra með; þar með stendur oddur vel undir fjölskyldufyrirtækinu sem
tröllkonan feima í Gríms sögu vísar til þegar hún segir að þeir feðgar ketill
og Grímur séu „meir lagðir til þess en aðrir menn at drepa niðr tröll ok
bergbúa“.116 Það fer hvergi á milli mála að Bjarmar Örvar-Odds sögu eru
eintómir jötnar og tröll.117 sverrir jakobsson telur að Bjarmar séu í raun
kirjálar og að Bjarmaland sé þá karelía, sem nú tilheyrir Rússlandi en
sögulega liggur á mörkum finnlands og Rússlands. kirjálar voru í senn
„auðugir en einnig göldróttir og fornir í lund [...] þeir voru einnig viðsjálir
og hættulegir.“118 í Brennu-Njáls sögu mætir Þorkell hákur finngálkni
austan við Bálagarðssíðu (finnlandi) og flugdreka í Aðalsýslu (eistlandi),119
svo það er ljóst að þessar slóðir hafa þótt tilheyra nokkurs konar jaðri.120
Það er ekki hægt að ræða Örvar-Odds sögu án þess að taka mið af ólíkum
gerðum hennar. elsta gerðin telur fulvio ferrari að sé samin í alvarlegu
skyni sem heimili höfundi ekki neinn gálgahúmor. sagan samanstandi
af hefðbundnum frásögnum í bland við þætti og minni úr Biblíunni og
andheiðnum kristilegum ritum, en sett saman á slíkan hátt að mikilvægi
kristinnar trúar komi skýrt fram. Við yngstu og lengstu gerðina segir
ferrari að evrópskum frásagnarhefðum og hálærðri alfræði hafi verið bætt
og þannig hafi orðið til blandaður texti, og að ólíkir hlutar sögunnar eigi sér
þannig stað í ólíkum heimum. Á sama tíma og risarnir í Bjarmalandi eru
óvættir sem oddi er nauðsynlegt að drepa eru risarnir í Risalandi fallegir
og göfugir, en ritari yngri gerðarinnar gerir á hinn bóginn ekki mikinn
greinarmun á þeim.121
í lengri gerðinni er bætt inn nokkurs konar upprunasögu Ögmundar
116 Gríms saga loðinkinna, 1. k.
117 sjá t.d. Örvar-Odds sögu, 6. k.
118 sverrir jakobsson, Við og veröldin, 255—6.
119 Brennu-Njáls saga, útg. einar ól. sveinsson, íslenzk fornrit, 12. b. (Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1954), k. 119.
120 sbr. Arngrímur Vídalín, The Supernatural in Íslendingasögur.
121 fulvio ferrari, „Possible Worlds of sagas: the Intermingling of different fictional
universes in the development of the fornaldarsögur as a Genre,“ í The Legendary Sagas,
283—4.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“