Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 174
GRIPLA174
merkingu eftir því hvaða tröll ætti í hlut hverju sinni. eðli eins trölls getur
jafnvel breyst í einni sviphendingu innan sömu frásagnar og í ýmsum
tilvikum er alls ekki ljóst hvar skilin liggja á milli trölls og manns.3
í grein sinni „Hvað er tröll?“ nefnir Ármann jakobsson sautján ólíka
þætti orðsins tröll og er listinn þó ekki tæmandi. of langt mál er að nefna
þá alla en lýsandi dæmi má taka. til að mynda getur tröll verið samheiti
við „jötun“ eða „bergbúa“; það getur verið notað til að lýsa miklu afli,
styrk og stærð; það getur átt við fjölkynngi, illa anda eða drauga, jafnvel
hamskipti og berserki; tröll eru framandi, og svo mætti lengi áfram telja.4
Bráðabirgðaniðurstaða Ármanns er að ef til vill séu tröll andstaða við það
sem er komið frá Guði, „allt sem er ókunnugt og framandi og ómennskt“,5
og það skýrir hvernig orðið tröll má hafa jafnt yfir goðsögulega úlfa, óða
nautgripi, útlaga, risa og svo framvegis.
Þess vegna verður ekki komist að skilgreiningu á „tröllum“ fornald-
arsagna nema post hoc, það er að segja: rannsóknin sjálf getur ein leitt af
sér skilgreininguna. einnig þarf að styðjast við einhverja skilgreiningu á
fornaldarsögum, að minnsta kosti ef rannsóknarefnið er á einhvern hátt
afmarkað við fornaldarsögur eða ef rannsakandinn nálgast fornaldarsögur
sem bókmenntagrein.
Fornaldarsögur
ekki eru fræðimenn á eitt sáttir um hvernig beri að nálgast fornaldarsögur,
eða um hvort það regnhlífarhugtak eigi sjálft nokkurn rétt á sér, en sú
umræða er raunar ærið viðamikil. dæmi um það er ágæt og yfirgripsmikil
umræða hjá stephen A. Mitchell í bók hans um fornaldarsögur, Heroic
Sagas and Ballads frá 1991.6 Hér verður því stiklað á stóru og lesendur
beðnir að taka viljann fyrir verkið.
í nýlegu grundvallarriti um fornaldarsögur, The Legendary Sagas: Orig-
ins and Development, er ekki mikið þjarkað um hugtakið sem slíkt, en þess
3 Gott dæmi um hvorttveggja er tröllið ógurlega sem kemur til hirðar konungs í Hrólfs sögu
Gautrekssonar, en reynist þegar að er gáð vera Þórir járnskjöldur, og hættir þá að vera tröll
(sbr. Ármann jakobsson, „Identifying the ogre,“ 192—3). Grettir Ásmundarson er dæmi
um persónu sem bæði er tröllabani en hefur þó sterk tengsl við tröll og er ítrekað brigslað
um að vera tröll.
4 Ármann jakobsson, „Hvað er tröll?“ 105—10.
5 sama rit, 111.
6 stephen A. Mitchell, Heroic Sagas and Ballads, Myth and Poetics (íþöku: Cornell university
Press, 1991), 8–43.