Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 147
147
3. Bréf til hins sama [Jóns Ólafssonar], skrifað frá sauðlauksdal 17.
septembr. 1762. [frumrit og afskrift jóns í fyrrgreindu handriti. Additam.
nr. 25 í 4to. Þar sem orðamunur er, fylgjum vér þegjandi frumritinu].
Góði lærði gamli vin!
Guð sé með yður jafnan!
yðar að vanda einfeldnis (loquor antiqué)122 eður einlægnisfullt tilskrif,
þó pathetiskt (sem von er á), hefi eg meðtekið þann 5. augusti eftir langa
útivist íslandsfara (þeir hafa verið 8, 10 til 12 vikur í sjó í ár). eg sé þar af,
að þér lifið enn í sama standi, sem næstliðin ár, og condolera yður víst,
en óska þó þar hjá, að þér mættuð lengur lifa, til að ná betra líferni, eður
ánægðara, og komast til rólegrar elli. nú vil eg engan veginn yðar harma
upp vekja, heldur koma til sjálfs míns. Mér hefir síðan, fyrir náð guðs, liðið
bærilega, og allir lifa hér, ungir og gamlir, við bærilega heilsu. Veturinn
var frostlítill fram til jóla, en snjóamikill þaðan af, og mjúkt við fótinn,
þá eg oftast tvisvar í viku gekk út að skemmta mér, stundum að horfa á
rjúpnaveiðar, er brúkast hér í togi og snörum á, eftir aðferð fornmanna.123
Vorið var hið besta, og eins hefir sumarið verið alls staðar. fiskiafli góður,
en nýting nokkuð misjöfn. Grasvöxtur í betra lagi, og nýting og heyskapur
góður.
Maturtavöxtur er hér í sauðlauksdal miklu betri en í fyrra, og
hvítar rófur og sniðkál allt ofvaxið og í blómstur komið; stendur það af
löngum blíðviðrum. Lítill akur er hér fyrir jarðeplin (þau fínu rauðu, frá
Vestindíum, er spanskir kalla Patatos) af hvíts skeljasands jörðu, og hafa
mörg þar fengið vöxt sem utanlanda. Populi, þær ungu, og plómutrén dóu
í vetur, en 5 pílar hafa vel aflifað veturinn, og tveir skotið náttúrlegum
stinnum greinum, nær þriggja feta löngum, svo eg er nú um þá vongóður,
verði veturinn ei því frostameiri, en í vor ætla eg sökin sé unnin, lifi þeir,
og er þó, það enn er komið, dæmalaus póstur hér á landi,124 því með píla
hefir nokkrum sinnum verið reynt syðra,125 og þeir dáið strax á fyrsta
ári. Við þvílíkt skemmtum við oss hér, og annað smátt, þó ei algengið,
122 Þ.e. eg tala eftir fornum sið.
123 „svo veiða norðlingar rjúpur, og svo hefi eg vanist og veitt þær sjálfur“. jón ólafsson
utanmáls.
124 „undir gráðu 66. 10 mín.“ jón ólafsson utanmáls.
125 „Þar er poli hæð hérum 64–10, en hér 66–10 circiter. scil. 2 gradibus norðar“, utanmáls í
frumbréfinu með hendi eggerts.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“