Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 11
1
Kirkjuþing 1982
Nýkjörið kirkjuþing hinnar íslenzku þjóðkirkju, hið þrett-
ánda í röðinni hófst í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 9. nóvember
1982 kl. 14 með guðsþjónustu. Dómprófastur sr. Ólafur Skúlason
og sóknarprestur Hallgrímskirkju, sr. Karl Sigurbjörnsson þjónuðu
fyrir altari, vígslubiskup, sr. Sigurður Guðmundsson predikaði
og organleikari var Hörður Áskelsson. Aö guðsþjónustu lokinni var
gengið til fundar i safnaðarsal Hallgrímskirkju.
Þingsetning
Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup.
„Hæstvirti dóms- og kirkjumálaráðherra, Friðjón Þórðarson. Herra
Sigurbjörn Einarsson, biskup og frú Magnea Þorkelsdóttir, vigslu-
biskupar, ráðuneytisstjóri, góðu gestir, kæru kirkjuþingsmenn.
Ég flyt þakkir fyrir guðsþjónustuna, sem við hlýddum í
kirkjunni og þeim sem þar þjónuðu og veittu aóstoð sina. -
Ég þakka vigslubiskupi séra Sigurði Guómundssyni, dómprófasti
séra Ólafi Skúlasyni, sóknarpresti séra Karli Sigurbjörnssyni,
organista, meóhjálpara, kirkjukór- og kirkjuþingsmönnum Hermanni
Þorsteinssyni og Ottó Michelsen.-
Það var gott að mega búa sig undir þingstörfin meö þvi aö
syngja messu saman og hlýða boðun Guðsrikis i Hallgrimskirkju.
Og ég þakka forráóamönnum kirkjunnar fyrir hve fúslega og af
glööu hjarta þeir opna okkur þessi salarkynni til þinghaldsins,
þar sem þingið undir háum turni helgidómsins hefur starfað svo
oft áður. Bestu þakkir fyrir alla aðstöðu hér nú sem endranær.
„Aö heilsast og kveójast það er lifsins saga."
Á þann óhagganlega sannleik hafa næstliðnir dagar kirkju-
ársins minnt okkur,allra heilagra og allra sálna messur. Frá
þvi að siðasta kirkjuþingi lauk hafa þrir kirkjuþingsmenn verió
kvaddir burt af þessum heimi.