Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 32
22
32- gr.
Prófastur leggur fram á héraðsfundi endurskoðaða reikninga kirkna
í héraðinu fyrir næstliðið reikningsár til umræðu og úrskurðar. Á
héraðsfundi skal enn fremur gerð grein fyrir starfsemi og fjárreiðum
héraðssjóða, á umliðnu starfsári, ef slíkum sjóði er til að dreifa, og
fjárreiðum prófastsdæmis.
33. gr.
Prófastur boðar aukahéraðsfund, ef þurfa þykir. Skylt er að boða
slíkan fund, ef 1/4 hluti atkvæðisbærra fundarmanna óskar þess.
Um fundarboðun fer samkvæmt 30. gr.
34. gr.
Hver sá, sem rétt á til setu á héraðsfundi, getur óskað að bera
þar upp tillögur sínar um kirkjuleg málefni, sem heyra undir starfs-
svið héraðsfunda. Hann skal mælast til þess við héraðsnefnd, að málefni
þessi verð rædd þar og gréind í fundarboði.
35. gr.
Þeir fundarmenn á héraðsfundi, sem verða í minnihluta við ein-
stakar samþykktir fundarins, geta óskað þess, að sérálit þeirra fylgi
ályktunum fundarins til biskups, ef um er að ræða málefni, sem til
útskurðar hans eða kirkjumálaráðherra kemur.
b. Um héraðsnefnd.
36. gr.
Héraðsnefnd prófastsdæmis skal starfa milli héraðsfunda og er hún
framkvæmdarnefnd héraðsfunda. Prófastur er formaður héraðsnefndar,
en héraðsfundur kýs aðra nefndarmenn, einn safnaðarfulltrúa og einn
prest, til fjögurra ára í senn og varamenn þeirra með sama hætti.
Héraðsfundur kýs tvo endurskoðendur reikninga héraðssjóðs og tvo
til vara til fjögurra ára í senn.
Héraðsnefnd fylgir eftir samþykktum héraðsfunda og sendir þær
biskupi og öðrum, sem eiga hlut að máli. Hún er í fyrirsvari fyrir
prófastsdæmið gagnvart stjórnvöldum og einstökum mönnum og stofnunum
að því er varðar sameiginleg málefni prófastsdæmisins. Héraðsnefnd
fer með stjórn héraðssjóðs og gerir tillögur um kirkjulega starfsemi