Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 45
35
Vakin or athygli á nkv.xði 3. málsgr. 16. gr. frv. , en samkv.
henni eiga formaóur, gjaldkeri og ritari sóknarnefndar aó mynda
framkvæmdanefnd hennar, ef sóknarnefndarmenn eru fleiri en fimm.
Um 15. gr.
Þessi grein er svipuó eó efni til og 6. gr. laga 36/1907, en
þó er hér lagt til, aó kjörtimabil sóknarnefnda verói stytt úr 6
árum i 4 ár. Er þaó i samræmi vió þaó, sem tiókanlegt er vió kosn-
ingar nú á timum til trúnaóarstarfs. Sóknarnefnd ber að kjósa á
aóalsafnaóarfundi, þ.á m. á framhaldsaóalsafnaðarfundi, ef slíku
er til aó dreifa, svo sem tíókast hefir. Til álita kemur aó heim-
ila, að almenn kosning fari fram innan kirkjusóknar um sóknarneífnd,
svo sem t.d. er i Noregi, og þá jafn vel meö hlutfallskosningu
(listakosningu). Ekki er þó vitað urn óskir safnaða i þá veru, og
hefir slik heimild þvi eigi veriö greind i 15. gr. Vafalaust er
hægt aó koma við hlutfallskosningu, ef aðalsafnaóarfundur samþykkir,
en ella hljóta þeir kostningu, sem flest fá aúkvæði sem einstakling-
ar, og atkvæðamagn hvers um sig ræóur röð varamanna.
Um þaó hversu sóknarnefnd endurnýist smám saman eru ákvæói i
3. málsgr., sbr. nú 6. gr. ]aga 36/1907. Ákvæói 4. málsgr. eru
einnig að mestu i samræmi við greint lagaákvæói.
Um 16. gr.
Ákvæói 1. málsgr. er efnislega i samræmi vió 2. og 3. málsgr.
6. gr. laga 36/1907.
1 2. málsgr. er þaö nýmæli, að aöalsafnaóarfundi er heimilt
aó kveóa svo á, að hver sóknarnefndarmaður skuli hafa tiltekió verk-
efni i safnaðarstarfi, og skal þaö þá tilkynnt áóur en kosning
fer fram. Þau verksvið, sem hér eru höfð i huga, eru t.d. umsjón
eigna og fjársýsla, barna- og æskulýðsstarf, þjónustustörf við sjúka,
einstæóa, og fatlaóa, félagsráógjöf og almenn félagsmál. Þótt eigi
sé kveóió á um þetta, áóur en kosning fer fram, er ljóst, aó sóknar-
nefnd getur skipt störfum með nefndarmönnum, svo og skipaó nefndir
til aó fjalla um einstök málefni, sbr. 4. málsgr. Bundió er i 3.
málsgr., að nefndarmenn skipti með sér störfum formanns, gjaldkera
og ritara. Formaöur er eigi kosinn sérstaklega á aöalsafnaóarfundi,
og kemur slik tilhögun þó vissulega mjög til greina. Þeir þrir,
sem greindir voru, skipa framkvæmdanefnd sóknarnefndar, ef hún er