Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 89
79
1982
13_. _kirk juþing^
8. mál
T x 1 1 a cj a
til þingsályktunar um frumvörp varðandi fóstureyðingar.
Flm. sr. Þorbergur Kristjánsson, Margrét K. Jónsdóttir,
Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Margrét Gisladóttir.
Kirkjuþing fagnar friamvörpum þeim, er Þorvaldur Garðar Kristjánsson o.fl. hafa
flutt á Alþingi, er fela annarsvegar í sér þrengingu á heimild til fóstureyð-
ingar og hinsvegar aukna aðstoð við einstæðar mæður og hjálparþurfa konur í
hjúskap eða sambúð.
Þingið væntir þess, að umrædd fr'omvörp verði samþykkt á löggjafarþingi því er
nú situr og heitir á presta og safnaðarfólk um land ailt að veita þeim brautar-
gengi, með hverjum þeim hætti sem um getur orðið að ræða.
Greinargerð
Áður en sett voru lög nr. 25. frá 22. maí 1975 um fóstureyðingar
o.fl. hafói af kirkjunnar hálfu verið haldið uppi hörðum andróðri
gegn setningu laganna, - á það bent, aó þau væru óverjandi siðferði-
lega séð og striddu gegn kristnum grundvallarsjónarmiðum.
Alþingi tók ekki tillit til þessara andmæla eða annarra og má segja,
að Þorvaldur Garðar Kristjánsson hafi siðan verið þar eins og rödd
hrópanda i eyðimörk, hvað þetta málefni áhrærir.
Nú hefir hann hinsvegar fengið liðsauka á þingi og vió teljum, að við
horf manna, einnig þar, hafi nokkuð breyst vegna þeirrar uggvænlegu
aukningar, er orðió hefir á fóstureyðingum siöan áðurnefnd lög voru
sett.
Einstakir talsmenn kirkjunnar hafa stöðugt rætt þetta mál á ýmsum
vettvangi og með því, aó þaó er til meðferðar nú þegar kirkjuþing
er að störfum teljum við sjálfsagt, að það láti málió til sin taka.