Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 44
34
Um V. kafla
Hér eru ákvæði um sóknarnefndir, skipun, störf og starfshætti.
Er nú aldarreynsla komin á sóknarnefndir (og héraðsnefndir), sbr.
lög nr. 5/1880, en frv. til laganna flutti sr. Arnljótur Ólafsson,
raunar á grundvelli frv., er kirkjumálanefndin 1877-1878 samdi.
Hafa lög um nefndir þessar tekið ótrúlega litlum stakkaskiptum á
þessu aldarbili, sbr. nú lög 36/1907. Við endurskoðun þá, sem nú
hefir farió fram á þessum lögum, hafa menn reynt að færa sér í nyt
reynslu af þessum lögum. Sumpart hafa lagaákvæði verió færð til
samræmis við lagaframkvæmd, þótt einnig gæti hér nýrra hugmynda.
Um 13. gr.
í þessari grein er mælt fyrir um, að sóknarnefnd skuli vera
i hverri kirkjusókn og i höfuðdráttum segir hér um verkefni sókn-
arnefndar, en þau eru sérgreind siðar i þessu frv. Þótt kirkju-
sóknir sameinist um kirkju, verða sóknarnefndir allt að einu tvær,
en sameinist sóknir verður sóknarnefnd ein. Þótt bændakirkja sé
i sókn , ber allt að einu að kjósa
sóknarnefnd. Þessi grein er að mestu i samræmi við 1. gr. laga
36/1907.
Um 14. gr.
Hér er fjallaö um fjölda sóknarnefndarmanna og kosningu þeirra
og varamanna þeirra. í 4. gr. 2. málsgr. laga 36/1907, sbr. lög
71/1941, 2. gr. er boðið, aó sóknarnefndarmenn skuli vera fimm,
þar sem 1000 menn eða fleiri eru i sókn, en þrir aó öðrum kosti.
í 13. gr. frv. er hins vegar lagt til, að sóknarnefndarmenn veröi
3, þar sem sóknarmenn eru færri en 300, en ella 5, þó svo að þegar
sóknarmenn eru 1000 eða fleiri skuli sóknarnefndarmenn vera 7 og
svo 9, ef þeir eru 4000 eóa fleiri, allt miðaó viö 1. desember næst
liðinn. A að fjölga sóknarnefndarmönnum, ef þvi er að skipta, á
næsta aðalsafnaóarfundi, þegar kjör sóknarnefndarmanna á fram að
fara eftir að þeir verða 1000 eða 4000 hið fæsta. Felur þetta
i sér nokkra fjölgun sóknarnefndarmanna frá þvi, sem nú er, en
þess er þó gætt, að fjöldinn verði eigi úr hófi hár. 1 14. gr. er
boðið að kjosa skuli a.m.k. jafn marga varamenn sem • tölu aðalmanna nemur,
en i gildandi lögum er aðeins heimild, en ekki skylda, til að kjósa
varumenn.