Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 92
82
lagi hnökra laganna og geri ljósa stöðu Kirkjuráðs gagnvart
kirkjuþingi.
3) Semja reglugerð við þessi sömu nýsettu lög, sbr., heimild í
18. gr. laganna og breyta þingsköpum kirkjuþings i samræmi
viö reglugerðina og lögin.
Það má segja um kirkjuþing að það hafi ekki náð þeim árangri,
sem vonir hafi verið við það bundnar við setningu laga um það
1957. Um það vitna málin sem kirkjuþing hefur fjallað um aftur
og aftur, frumvörp, sem ekki hafa verið flutt á Alþingi, stundum
vegna þess að þau voru ekki nógu vel unnin, stundum vegna ágrein-
ings um framgang og einnig vegna þess að kirkjuþing bar ekki þá
virðingu ráðamanna að sjálfsagt teldist að flytja mál á Alþingi
sjálfkrafa, sem samþykkt hefði verið á kirkjuþingi. Loks má
nefna þingsályktanir, sem ekki alltaf hafa átt heima á kirkju-
þingi.
Kirkjuþing verður að verða „löggjafarþing" kirkjunnar þar sem
öll löggjöf fær mjög vandlega yfirferó. Má t.d. hugsa sér að
samþykkt löggjöf á kirkjuþingi þurfi tvö kirkjuþing t'il endan-
legrar afgreiðslu, þar sem aðrir kirkjulegir aðilar fjalli um
það i millitið, svo og lögfræðilegir ráðunautar, sem starfi að
umfjölluninni fyrir kirkjuna. 1 annan stað fjalli kirkjuþing
um stjórnun og fjárreiður kirkjunnar. Allar starfandi nefndir
og stofnanir kirkjunnar geri grein fyrir störfum sinum og fjár-
reiðum fyrir kirkjuþingi, enda hafi kirkjuþing sett þær á stofn
og fjallað um erindi þeirra (erindisbréf).
Alyktanir eins og kirkjuþing hefur fjallað um, myndi fremur heyra
öðrum innan kirkjunnar, s.s. prestastefnu, leikmannastefnu (sem
nauðsynlegt er að koma á), nefndum og Kirkjuráði, þar sem slikar
ályktanir, margar hverjar myndu fara fyrir kirkjuþing og þá þar
ræddar með tilliti til a) setningar laga eða b) skipunar nefndar
með ákveðnu erindi (erindisbréfi).
í framhaldi af þessari skipan yrði Kirkjuráð framkvæmdaráð
kirkjuþings og myndi aðeins geta starfað i umboði þess, þó
þannig, að ef aðstæður krefðu, gæti það skipað nefnd til starfa
eöa sett á laggirnar félagsstofnun, þó til bráðabirgða, unz kirkju-
þing kæmi saman og staðfesti slikt eða hafnaói.