Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 119
109
1982
1_3 ._ki.rk juþincf
27. mál
Frumvarp
til laga um breytingu á lögum um íbúðarhúsnæði i eigu
rikisins, nr. 27/1968.
Flm. sr. Þorbergur Kristjánsson, sr. Kreinn Kjartarson,
Ottó A. Michelsen, Hermann Þcrsteinsson.
1. gr.
10. gr. laganna orðist svo:
Lög þessi taka hvorki til embættisseturs forseta íslands á Bessa-
stöðum, biskupsbústaðar i Reykjavík, prestssetra né bústaóa sendi-
herra íslands erlendis.
Greinargerð.
Segja má, að frá upphafi og fram til 1968 hafi verió gengið út
frá þvi, að sóknarprestar hefðu prestssetur eða embættisbústaði
til umráða. Þetta hefir verið talinn sjálfsagður hluti af starfs-
aðstöðu prestsins og um þetta hefir gilt sérstök löggjöf.
Kirkjuþing hefir með samþykkt þingsályktunartillagna itrekað
látið það álit i Ijós, að lög nr. 27/1968 um ibúðarhúsnæði i
eigu rikisins nái ekki til prestsseturshúsa, enda séu þau eign
kirkjunnar, byggð m.a. fyrir hluta af þvi rekstrarfé, sem rikið
hefir lagt kirkjunni til.
Á kirkjuþingi 1968 var flutt og samþykkt tillaga þess efnis, að
þrátt fyrir umrædd lög skyldu þéttbýlisprestar áfram eiga rétt
á embættisbústöðum, enda var þá sýnt hvað fyrir ríkisvaldinu vakti.
Sjónarmið kirkjunnar í þessu máli var í raun viðurkennt með frum-
varpi til laga um breytingu á lögum nr. 27/1968, er flutt var á
Alþingi 1974 (192. mál) af þingmönnum fjögurra stjórnmálaflokka,
en þar segir, að þegar prestssetur i þéttbýli séu seld skuli and-
virði þeirra renna i sérstakan sjóð, sem notaóur skuli til aó