Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 76
66
þessi eigi siðar en 31. mars það ár, sem gjald er á lagt, en með
reglugerð, sbr. 10. gr., má ákveða timamark fyrr á árinu. Með til-
kynningu skal fylgja staðfesting kirkjumálaráðherra á heimild til
álagningar gjalds eftir þvi sem við á.
Framangreind gjöld hlita sömu reglum og útsvör eftir þvi sem
við getur átt, nema annars sé getió, þ,á.m. um kærur og úrskuróun
þeirra, gjalddaga, ábyrgð kaupgreiðenda á gjöldum, innheimtuúrræði,
þ.á.m. tilkall innheimtumanns til greiðslu úr kaupi gjaldþegns og
ábyrgð hjóna á gjöldum hvors annars, svo og um dráttarvexti og inn-
heimtu aó öðru leyti, sbr. IV. og VI. kafla laga nr. 73/1980. Gjöld
þessi og dráttarvextir eru lögtakskræf samkvæmt lögum nr. 29/1885.
Sóknarnefnd getur ákveðið að ósk gjaldanda, að gjöld hans sam-
kvæmt I. og III. kafla laga þessara verði lækkuð eða niður felld,
ef sérstaklega stendur á, og á 27. gr. laga nr. 73/1980 ekki við i
þessu efni.
8. gr.
Innheimtumönnum þinggjalda eða innheimtumönnum útsvara og ann-
arra gjalda til sveitarsjóða er skylt að annast innheimtu gjalda sam-
kvæmt þessum lögum, ef sóknarnefndir eða stjórnir trúfélaga óska þess.
Innheimtumaður stendur sóknarnefndum og öðrum þeim, sem gjald á að renna
til, skil á innheimtu fé eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Um inn-
heimtuþóknun fer eftir þvi sem tiókast um innheimtu þinggjalda eöa
um semst.
Sóknarnefndir geta sjálfar annast innheimtu framangreindra gjalda
eða falið það sérstökum innheimtumanni gegn þóknun, er um semst.
Stjórn trúfélags getur á sama hátt haft á hendi innheimtu gjalds sam-
kvæmt 4. gr. Innheimtumenn þinggjalda innheimta gjöld samkvæmt 5. gr.
Sóknarnefndum og stjórnum trúfélaga ber eigi siðar en 31. mars
á álagningarárinu aó tilkynna hlutaðeigandi skattstjóra, sbr. 7. gr.
og innheimtumanni, hverjum falin skuli innheimta gjalda samkvæmt
ákvæðum I. kafla, svo og 4. og 6. gr. Ákveða má i reglugerð, sbr.
10. gr., timamark fyrr á árinu.