Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 83
73
staðfestingar kirkjumálaráðherra. Sóknarnefnd tilkynnir skattstjóra
um slikt gjald og gilda um það sömu reglur og um gjald samkv. I. kafla,
sbr. almenn ákvæöi IV. kafla.
Um 7. og 8. gr.
Hér eru ákvæói um álagningu gjalda samkv. I.-III. kafla, inn-
heimtu og innheimtuúrræöi, ábyrgð á greióslu, dráttarvexti, lögtaks-
rétt o.f1.
í megindráttum á aö beita reglum um útsvör eftir því sem við
getur átt, sbr. lög nr. 73/1980, IV. og VI. kafla, nema annars sé
getið. Er kveóið á um þetta i 7. gr. frv. Um innheimtu er þess þó
að geta, að sóknarnefndum eða forstöðumönnum trúfélaga er tveggja
kosta völ. Þeir geta óskað eftir þvi, að innheimtumenn þinggjalda
eða gjalda til sveitarsjóða sjái um innheimtuna eöa gert þaö sjálfir
sbr. 8. gr. 1. og 2. málsgr. frv. Hins vegar er lagt til, aö lög-
bundið verði, aó innheimtumenn þinggjalda innheimti gjöld til Háskóla
íslands, sbr. 8. gr. 2. málsgr. í 7. gr. er tekið sérstaklega fram,
að hjón beri sameiginlega ábyrgð á gjöldum hvors annars, en i hrd.
1976, bls. 1014-1015 var talið, að sliku væri ekki aö heilsa samkvæmt
gildandi iögum. Bent skal á, að ákvæöi 4. gr. 1. málsgr. laga nr.
36/1948, er leggur á "heimilisráðanda" skyldu til aó svara til sóknar-
gjalda þeirra manna, sem eiga lögheimili hjá honum, er ekki i frv.,
enda samrýmist það naumast almennum lagavióhorfum og meginreglum
skattaréttarins, og mun þvi úrræði ekki beitt i framkvæmd. Þá þykir
heldur ekki ástæða til að taka meó i frv. ákvæði, sem hliðstætt sé
við 5. gr. laga nr. 36/1948, en ekki felst þó breyting á þvi fyrir-
komulagi, sem þar greinir, i þessu.
Mikilvægt er að sóknarnefndir tilkynni skattstjórum ákvaróanir
um gjöld samkvæmt lögunum, og er kveóið á um þetta i 7. gr. 1. málsgr.,
sem er allsherjarákvæói, er tengist 2. gr. 1. málsgr., 3. gr. og 6. gr.
Um 9. gr.
Hér er lagt til, aö lögfest verði heimildarákvæói þess efnis,
að héraósfundur geti mælt svo fyrir, að allt aó 5% af innheimtum
sóknargjöldum, sbr. 2. og 3. gr. frv., renni i sérstakan sjóð i pró-
fastsdæmi, héraðssjóó, semætlað er aó sinna sameiginlegum kirkjulegum
verkefnum innan prófastsdæmis samkvæmt ákvöróun héraðsfundar og sjóð-
stjórnar. Eru ákvæói i 9. gr. um vörslu sjóðsins, reikningshald og