Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 42
32
þess þó aó þar sé um tæmandi talningu aó ræða. Þá er einnig mælt
fyrir um, hvernig farið sé þjónustu utan sóknar, þegar svo hagar
til, aó maóur getur ekki fært sér i nyt þjónustu i sókn sinni vegna
fj arvista.
Rétt er að benda á, aó i framkvæmd hér á landi ríkir mikió
frjálsræói um það, til hvaða prests menn leiti um kirkjulega þjón-
ustu, svo sem skírn,fermingu, hjónavígslu og greftrun. Allt aö
einu skiptir máli, aó við njóti almennra lagaákvæöa um þetta efni.
Um 9. gr.
Grei.n þessi geymir nýmæli, a.m.k. í þeim lagabúningi, sem hér
er valinn. Hér er lagt til aö festa i lögum, hver réttur sóknar-
manna sé til guösþjónustu, og er fjöldi guósþjónusta í sókn mióaö-
ur vió fjölda sóknarmanna. Grein þessi er i samræmi vió ályktun
kirkjuþings 1978, en vissulega getur orkaó tvímælis, hvar mörkin
verói sett. Mælt er fyrir um, aö héraósprófastur endurskoði þjón-
usturétt í hverri einstakri sókn eigi sjaldnar en á 5 ára fresti,
aó fengnum tillögum sóknarnefnda, og skal þá athuga breytingar á
fjölda sóknarmanna.
Tekió skal fram, aö hér er kveóió á um lágmarksrétt sóknar-
manna á guðsþjónustum, en sóknarpresti er að sjálfsögóu heimilt aó
messa oftar en ákvæöi þessi segja til um.
Um 10. gr.
Hér er kveðið á um kosningarrétt og kjörgengi sóknarmanna á
safnaóarfundum og við opinberar kosningar i þjóðkirkju, sbr. einkum
prestskosningar. 1 5. gr. laga nr. 36/1907 var að höfuðstefnu miö-
aó vió þaó, að menn væru fullveðja, þ.e. 25 ára. Þessu var breytt
meó lögum 60/1917, er fullræðisaldur var ákveðinn 21 ár, og var
þaó áréttaó í lögum 9 5/1947, en samkvæmt þeim urðu nenn þó einnig full-
veója vió hjúskaparstofnun. Aldurinn var lækkaður meó breytingu
á lögræóislögum í 20 ár meó lögum 75/1967, og er nú 18 ár, sbr.
lög 26/1979. í þessari grein frv. er lagt til, aó aldurinn verói
16 ár, en jafnframt er gert ráð fyrir í frv. til laga um sóknar-
gjöld, aó menn veröi gjaldskyldir 16 ára. Kirkjuþing hefir fyrir
sitt leyti lagt til, aó þessi aldursbreyting verði gerð, og er
þjóðkirkjan fyrst opinberra stofnana til aó brjóta upp á þvi, aó
kosningaraldur i opinberum kosningum verði 16 ár.
1 2. málsgr. 10. gr. segir almennt, aó sóknarmönnum sé skylt
aó hlita þeim skyldum, sem á þá eru lagðar með lögum og lögmætum
samþykktum safnaóarfunda og ákvörðunum kirkjustjórnar, sem stoö
eiga i lögum. Lög taka hér einnig til stjórnvaldsreglna,
sem styðjast við lög.