Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 30
20
24. gr.
Biskup I slands setur sóknarnefndum almennt erindisbréf, að fenginni
umsögn prófastsfundar og kirkjuráðs.
VI. kafli.
Um starfsmenn kirk.jusókna.
25- gr.
Sóknarnefnd ræður organista, meðhjálpara, hringjara, umsjónarmann
kirkju (kirkjuvörð) og aðra slíka starfsmenn og semur um-kaup þeirra,
kjör og ráðningartíma. Rétt er sóknarnefnd að ráða starfsmenn til að
annast ákveðin safnaðarstörf, enda hafi safnaðarfundur heimilað það.
Um kaup og kjör og ráðningartíma fer sem í 1. málsgr. greinir.
Biskup Islands staðfestir erindisbréf sóknarnefndar fyrir þessa
starfsmenn.
Starfsmenn sókna, sem ráðnir eru í hálft starf hið minnsta, eiga
rétt á setu á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétti, sbr. 31. gr.
26. gr.
Stofna skal til námskeiða fyrir sóknarnefndarmenn, safnaðarfulltrúa
og aðra starfsmenn sókna, eftir því sem fé er veitt til þess, og skal þar
fjallað um almenn safnaðarstörf eða sérstaka þætti þeirra. Námskeiðin
skulu haldin á vegum prófastsdæmis, biskupsdæmis eða kirkjulegra samtaka.
Skulu sóknarnefndir sjá um að þátttakendur fái greiddan dvalar og ferða-
kostnað.
27- gr.
Aðalsafnaðarfundur getur kveðið svo á, að mynda skuli starfsmanna-
nefnd innan sóknar. Þar eiga sæti sóknarprestur (sóknarprestar), sóknar-
nefnd, formenn safnaðarfélaga og kirkjukórs og starfsmenn sóknarinnar, sem
ráðnir eru í hálft starf hið minnsta. Starfsmannanefnd fjallar um störf
og starfsháttu starfsmanna sóknarinnar, starfsskilyrði þeirra og það,
sem til umbóta horfir og samræmingar í þeim efnum. Formaður sóknarnefndar
boðar fundi starfsmannanefndar, er haldnir skulu a.m.k. einu sinni á ári,
en skylt er að boða til fundar, ef þrír þeirra, sem sæti eiga í nefndinni,
æskja þess. Starfsmannanefnd heldur sérstaka gerðarbók. Samþykktir
hennar eru ekki bindandi, nema safnaðarfundur staðfesti þær.