Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 51
41
Um 27. gr.
Grein þessi er nýmæli. Er þar kveðið á um starfsmannanefnd,
sem heimilt er að stofna til innan kirkjusóknar samkv. fyrirmælum
aðalsafnaðarfundar. í henni eiga sæti sóknarprestur aóa sóknar-
prestar, sóknarnefnd, formenn safnaðarfélaga og kirkjukórs og starfs-
menn sóknar, sem ráðnir eru i hálft starf hið minnsta.Verkefni nefndarinnar
er að fjalla um störf og starfshætti sóknarinnar, starfsskilyrði
þar og það, sem til umbóta horfir og samræmingar i þeim efnum.
Formaður sóknarncfndar boðar fundi, og er gert ráó fyrir, að hann
sé að jafnaði formaður nefndarinnar, nema hann færist undan þvi.
Kostnaður af fundarhaldi er goldinn af sókpartekjum. Samþykktir
eru ekki bindandi nema safnaðarfundur staðfesti en mál kann þó aó
vera þess eðlis aó sóknarnefnd.geti ráðið þvi til lykta án þess að
bera það undir safnaóarfund. Samþykktin getur raunar verió á þá
lund, aó stjórnvöld utan sóknar verði að fjalla um málið til við-
bótar við það, er i greininni segir.
Sóknarnefndir eiga aó efla samstarf innan sóknar og samræma
ýmis störf þar. Er þess að vænta, aó slik samstarfsnefnd, sem
greinin fjallar um, geti komið ýmsu góðu til leiðar. Skapast þar
vettvangur til umræðna um mál, er verið getur aflvaki frjórra hug-
mynda.
Um 2 8. gr.
Greinin er nýmæli. HÚn vikur að ágreiningi, sem upp kann aó
koma varóandi störf starfsmanna sóknar. Er kveóið á um það, með
hverjum hætti honum verói ráðiö til lykta, ef eigi tekst að leysa
hann innan sóknarinnar sjálfrar, svo sem langtiðast er. Hér er
aðeins mælt fyrir um úrlausnir á slikum ágreiningi á stjórnarfars-
lega visu, en hugsanlegt er, að ágreiningur sé þannig vaxinn, að
dómstólar eigi eða geti um fjallað. Ber að túlka orðin "til fulln-
aðarúrlausnar" meö þaó i huga. Tekið skal fram, að mjög hefir
verió fágætt, aó þess konar ágreiningur risi, sem greinin vikur
að, en allt að einu er réttmætt að kveða á um þessi efni i settum
lögum.