Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 22
12
Mörk sókna og prestakalla og prófastsdæma skulu óbreytt vera,
svo sem þau hafa mótast af lögum og í lagaframkvæmd, en um breytingar
á þeim fer eftir því, sem greinir í lögum þessum og í öðrum lögum,
er við eiga, sbr. einkum lög nr. 35/1970.
Um mörk vígslubiskupsdæma fer eftir því sem segir í lögum nr.
38/1909 og um kjördæmi vegna kosninga til kirkjuþings svo sem greinir
í lögum nr. 48/1982.
Landið allt er eitt biskupsdæmi uns önnur skipan kann að verða
á því gerð.
II. kafli
Um kirkjusóknir og skipan þeirra.
a. Almenn ákvæði
2. gr.
Kirkjusókn er félag þess fólks innan þjóðkirkjunnar , sem býr
innan sóknarmarka.
Kirkjusókn er r. jálfstæð fjárhags- og félagsleg eining, en tengist
öðrum sóknum innan prófastsdæmis með sameiginlegum héraðsfundi og með
annars konar samstarfi, sem héraðsfundur kann að mæla fyrir um, eða
einstakar sóknarnefndir stofna til.
Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni, sbr.
8. og 9. gr., og bera sameiginlegar skyldur eftir því sem nánar er
kveðið á um í lögum eða með lögmætum ákvörðunum.
b. Stærð kirkjusókna, sóknarmörk og breytingar á þeim.
I kirkjusókn skulu að jafnaði eigi vera fleiri en 4000 sóknarmenn
og eigi færri en 100. Nú verða sóknir mannfleiri eða mannfærri, og
skal héraðsfundur þá gera tillögur um, hvernig við skuli bregðast, að
fengnum tillögum sóknarnefnda og aðalsafnaðarfunda.
Sóknarmörk skulu vera glögg. Við ákvörðun þeirra skal taka tillit
til félagslegra aðstæðna, samgangna, staðhátta og hefðar.
Við skipulagningu í þéttbýli skal taka mið af líklegri skipan
sókna og staðsetningu kirkna og höfð í því efni samráð við sóknarprest,
sóknarnefndir og prófast.