Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 48
38
laga 20/1890, en ætlunin er að endurskoða það ákvæói á næstunni.
Sóknarnefndum ber aö gæta þess aó ávaxta fé kirkju sem tryggileg-
ast og með hagkvæmum hætti.
Um 21. gr.
1 1. málsgr. er sóknarnefnd falió að hafa umsjón meó þvi, að
guðsþjónustur og aórar helgiathafnir og safnaóarstarfsemi i kirkju
fari sómasamlega fram og með þeirri helgi, er hæfir, sbr. nú 7. gr.
laga 36/1907. Ber sóknarnefnd að sjá til þess, aö allt sé til
reióu fyrir guðsþjónustu og aðrar helgiathafnir, aó starfsmenn
mæti stundvislega og kirkja sé hlý og vel hirt. Sóknarnefnd stuðl-
ar aó þvi, að ekkert trufli guðsþjónustu og raski hclgi hennar,
þ.á m. að kirkjugestir gangi hljóðlega og greiðlega til sæta sinna.
Gæta skal þess m.a., aó kostur sé á sálmabókum fyrir sem flesta
kirkjugesti. Ákvæói þetta á að sinu leyti við um safnaóarheimili.
1 2. málsgr. er sóknarnefndum boðið aó vera sóknarpresti og
starfsfólki sóknar til liósinnis í hvivetna og stuóla aó eflingu
kristinnar trúar og siðgæðis meðal sóknarmanna. Er þetta ákvæói
aó mestu i samræmi við 7. gr. laga 36/1907, en texti þó nokkru
styttri.
í 3. málsgr. er tilvisunarákvæði um*. afskipti sóknarnefnd-
ar af álagningu kirkjugjalda og innheimtu þeirra. Hefir kirkju-
laganefnd samið sérstakt frv. til laga um sóknargjöld, en um þetta
efni gilda nú lög 40/1948 ásamt breytingarlögum.
Um ráóningu starfsmanna er í 4. málsgr. visaó til 25. gr.
frv. og i 5. málsgr. er um afskipti sóknarnefnda af veitingu presta-
kalla visaó til laga um þaó efni, nú laga 32/1915. Minnt er á, að
á Alþingi hefir nokkrum sinnum veriö flutt frv. til laga um nýskip-
an þeirra mála, cn frv. hafa ekki náð fram að ganga.
Um 22. gr.
í þessari grein er mælt fyrir um kosningu safnaðarfulltrúa
og tengsl hans við kirkjusóknina. Samkv. 16. gr. laga 36/1907
kýs aðalsafnaóarfundur safnaóarfulltrúa til setu á héraósfundi
prófastsdæmis. Hér er hins vegar lagt til, að sóknarnefnd kjósi
safnaóarfulltrúa og annan til vara úr sinum hópi. Þá er lagt til,
að kjörtímabil verði stytt úr 6 árum i 4 ár.
hér fylgt ályktun kirkjuþings 1978 um þetta efni. Mælt er fyrir