Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 46
36
skipuð fleiri mönnura en fimm. Er þetta nýmæli.
í lokamálsgr. er lagt til, að tveir endurskoðendur verði
kjörnir samtimis því, að sóknarnefnd er kosin, og tveir til vara.
Kjörtímabil er fjögur ár. Endurskoðendur endurskoóa kirkjureikn-
inga og byggingarreikninga kirkju, ef þvi er að skipta, svo og
sjóða, er kirkjan kann að eiga. Sóknarnefnd leggur endurskoóaóa
reikninga fram á aðalsafnaðarfundi til samþykktar.
Um 17. gr.
Hér eru fyllri ákvæði en nú eru um boðun funda i sóknarnefnd
og um þaó, hvenær fundur sé ályktunarfær. Er áskilið, aó meiri-
hluti sitji fund, þ.e. tveir nefndarmenn af þremur, þrír af fimm,
fjórir af sjö og fimm af niu.
í 2 málsgr. segir, aó sóknarprestur (prestar) sitji fundi
nefndarinnar að jafnaöi, sbr. nú lokamálsgr. 2. gr. laga 36/1907.
Nýmæli er, aó einnig skuli organisti, meóhjálpari, hringjari,
kirkjuvöröur og formenn kirkjukórs og kirkjulegra félaga, sem
tengjast sókn sækja fund nefndarinnar, ef málefni þeirra aóilja
eru sérstaklega til umræðu i nefndinni. Mun þetta tiðkast víða,
án þess aó skráðra lagareglna njöti við, en eölilegt þykir að
lögfesta reglur um þetta atriði.
Um 18. gr.
Þessi grein fjallar almennt um verkefni sóknarnefnda, en í
19. - 23 gr. frv. eru greind ýmis sérgreind verkefni. Þau eru þó
eigi tæmandi talin i frv. heldur ráðast þau af ýmsum kirkjulögum,
svo sem lögum um kirkjur og kirkjubyggingar, sóknargjöld, kirkju-
garða, veitingu prestakalla o.fl. Sumpart stafa viófangsefnin frá
samþykkt safnaóarfunda svo og héraðsfunda, en sóknarprestur,
héraðsprófastur og biskup geta einnig vikiö málum til sóknarnefnda
eða kirkjumálaráðherra og kirkjuþing eða Alþingi eóa einstakar
nefndir þess.
Um 19. gr.
Hér er kveðió á um stöóu sóknarnefndar, þ.e. að hún sé i
fyrirsvari fyrir kirkjusókn gagnvart stjórnvöldum og einstaklingum
og stofnunum. Ber manni þvi að snúa sér til sóknarnefndar um mál
kirkjusóknar almennt eða til sóknarprests, sem kemur erindi á fram-
færi við sóknarnefnd. þá segir, að sóknarnefnd hafi umsjón með