Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 59
49
Nú greinir sóknarprest og sóknarnefnd á, og skal þá leita úr-
lausnar prófasts. Orlausn hans má skjóta til biskups til fullnaðar-
úrskurðar.
Eigi má geyma i kirkju annað en gripi hennar og búnaó og hluti,
er varða safnaðarstarfið. Kirkjuforngripi, er kirkjan hefir átt, skal
varðveita þar, ef geymsla þeirra þar er talin tryggileg að mati biskups
og þjóóminjavarðar.
IV. kafli
Um byggingu kirkna.
14. gr.
Sóknarnefnd skal i samráði við sóknarprest (sóknarpresta) eiga
frumkvæði að athugunum á þörf á nýrri sóknarkirkju eða endurbyggingu
hennar, þ.á.m. meö stækkun hennar, svo og á öðrum breytingum. Leggur
nefndin hugmyndir sinar og tillögur fyrir safnaðarfund, þar sem gera
skal glögga grein fyrir stærð fyrirhugaðrar kirkju, staósetningu
hennar og búnaði, svo og stofnkostnaði aó mati sérfróðra manna og lýst
áætlun um fjárútvegi og framkvæmdatima. Að jafnaði skal halda tvo
fundi um málið, hinn fyrri til kynningar á þvi, en hinn siðari til
ályktunar um það og skal annar fundurinn vera aðalsafnaóarfundur.
Nú er ákveðió að efna til kirkjubyggingar eða annarra þeirra
framkvæmda, sem i 1. málsgr. greinir, og ræóur sóknarnefnd þá arkitekt
eða annan sérfróðan mann til að gera uppdrátt að kirkju, eða hefst
eftir atvikum handa um að bjóða til samkeppni i þessu skyni. Enn fremur
aflar sóknarnefnd tæknilegra vinnuteikninga og verkfræðilegra útreikninga
og leggur málið fyrir byggingar- og skipulagsyfirvöld lögum samkvæmt.
Vió hönnun kirkjubyggingar skal gæta þess, að hreyfifötluðu fólki
sé búinn greiður aðgangur að kirkju og sætum (aóstöðu) i kirkju og að
þar séu tæki fyrir heyrnarskert fólk til að fylgjast með helgiathöfnum.
Hyggja ber einnig eftir megni að þörfum sjóndapurra manna og fatlaös
fólks endranær. Kirkjur lúta að þessu leyti lögum um umbætur á opin-
berum byggingum i þágu fatlaðra, sbr. lög nr. 47/1981.