Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 170
160
Ég minni á þetta m.a. til þess að benda á, að við vitum aldrei
fyrirfram þegar við berum fram mál, - tillögu - eða annað sem okkur
liggur á hjarta, - hve mikið gott og stórt kann af því að leiða. -
Þó að við höfum hvorki oftrú eða vantrú á þingum, ráðstefnum
og fundarhöldum - þá er það nú einu sinni svo, að orð eru til alls
fyrst, - og á það minnir okkur upphaf Jóhannesarguðspjalls að
fleiru en einu leyti: 1 upphafi var orðið. -
Störfum kirkjuþings má líkja við sáningarstarf og undirbúning
að því að Orð Guðs nái að festa rætur, lifa og dafna í akri sálar-
innar, - og við gerum og ráðstafanir til þess að hlúa að þeim gróðri.
hegar kirkjuþing lýkur störfum leiði ég hugann að orðum Páls
um samverkamenn á akri Guðsríkis. Páll skrifaði forðum til Kor-
inthumanna: 'Ég gróðursetti, Appolos vökvaði en Guð gaf vöxtinn'.'
Og Páll heldur áfram þessari hugsun sinni um gróðursetningu, að-
hlynningu og ávöxtinn og hann skrifar:
"hannig er þá hvorki sá neitt sem gróðursetur, né sá er vökvar,
heldur Guð, sem vöxtinn gefur. Sá, sem gróðursetur og sá, sem
vökvar eru eitt. En sérhver mun fá laun eftir sínu erfiði. hví
að samverkamenn Guðs erum vér, og þér eruð Guðs akurlendi, Guðs hús".
Já, "musteri Guðs eru hjörtun sem trúa, þótt hafi þau ei yfir
höfðinu þak". -
Við förum nú hvert og eitt til okkar daglega verkahrings, -
og tökum upp hin venjulegu störf, - eins og áður - og þú -
kirkjuþingið - samfélagið þessa daga hefur mótað okkur, - styrkt
okkur í trú, von og kærleika, minnt okkur á nýjan hátt að við
erum samverkamenn hins almáttuga Guðs. Það er mikil köllun, og þá
köllun skiljum við ekki eftir, við höldum áfram að gróðursetja og
hlúa að því, sem við höfum gróðursett.
Og við gerum það í trú og bæn til hans, sem vöxtinn gefur, -
og við skulum lifa í og eiga þá björtu trú og von, - því að eins
og Guð gaf vöxtinn hingað til, eins og hann hefur vakað yfir kirkju
sinni og leitt hana í gegnum hvers konar þrengingar og mótblástur,
þá mun hann gera það áfram. Á því er ekki minnsti vafi, hönd hans
verndar og vakir yfir því, sem kærleikur hans gefur líf, eins og sólin,
sem vekur til lífs það sem á jörðinni lifir.