Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 26
16
12. gr.
Sóknarnefnd boðar safnaðarfundi með þriggja daga fyrirvara hið
skemmsta á sama hátt og tíðkanlegt er um messuboð í sókninni.
Fundarefni skal kynnt í fundarboði.
Fundur er ályktunarfær, ef rétt er til hans boðað. Afl atkvæða
ræður úrslitum mála á safnaðarfundum.
V, kafli
Um sóknarnefndir, skipun, störf og starfshætti.
a. Sóknarnefndir, skipun og verkaskipting. Endurskoðendur.
13- gr.
I hverri skirkjusókn er sóknarnefnd, sem annast framkvæmdir á
vegum sóknarmanna og styður kirkjulegt starf í sókninni ásamt sóknar-
presti eða sóknarprestum og starfsmönnum sóknarinnar.
14. gr.
Sóknarnefndarmenn eru þrír í sóknum, þar sem sóknarmenn eru færri
en þOO, en ella fimm, þó svo að þegar sóknarmenn eru 1000 hið fæsta
mega sóknarnefndarmenn vera sjö, og níu, ef sóknarmenn eru 4000 eða
fleiri, allt miðað við 1. desember næstliðinn. Fjölga skal sóknarnefndar
mönnum, ef því er að skipta, á næsta aðalsafnaðarfundi, þegar kjör
sóknarnefndarmanna á fram að fara, eftir að þeir verða 1000 eða 4000 hið
fæsta. Nú fækkar sóknarmönnum niður fyrir greind mörk, og ákveður
aðalsafnaðarfundur þá, hvort fækka skuli sóknarnefndarmönnum.
Kjósa skal a.m.k. jafn marga varamenn og aðalmenn eru, og taka
þeir sæti 1 forföllum aðalmanna eftir þeirri röð, sem þeir voru kosnir í.
Heimilt skal sóknarnefnd að kveðja varamenn sér til liðsinnis,
þegar hún uelur ástæðu til.
15- gr.
Sóknarnefnd skal kosin til fjögurra ára í senn, sbr. þó málsgr.
Á fyrsta aðalsafnaðarfundi, sem haldinn er eftir gildistöku laga
þessara, skal kjósa sóknarnefndir samkvæmt þeim í öllum kirkjusóknum
landsins, og fellur umboð sóknarnefndar niður, þegar ný sóknarnefnd
hefir verið kosin samkvæmt þessu.