Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 16
6
þess aö vera með langar vangaveltur og fylgja þeim fram á Alþingi.
Ég vil geta þess, að nefnd sú, er ég skipaði 24. október 1980
til þess að gera könnun á starfskjörum presta, skilaði áfangaskýrslu
25. júni 1982. Voru þau mál kynnt á Hólum i sumar, svo sem menn
muna. Þessi starfskjaranefnd presta hefur þegar unnið mikið og
gott starf. Hún vinnur áfram, unz verki hennar er lokið.
Þá vil ég nefna, að ákveðið hefur verið að setja á fót nefnd
til að fjalla um kirkjueignir að fornu og nýju. Hefur biskupi ís-
lands verið sent bréf, dags. 8. nóv. 1980, er svo hljóðar:
„Visað er til bréfs yðar, háæruverðugi herra, dags. 12. mai
s.l., þar sem þér óskið þess, að skipuð verði nefnd til þess að
gera könnun á kirkjueignum og tekur ráðuneytið fram, að fallizt er
á að skipuð verði slik nefnd, sem falið verói aó gera könnun á því,
hverjar kirkjueignir hafi verið frá fyrri tið og til þessa dags,
hver staða þeirra hafi verið að lögum, og hvernig háttað hafi verið
ráðstöfun á þeim.
Er þess óskað, að þér nefnið til einn mann i nefnd þessa, og
aó leitað verói eftir þvi, að kirkjuþing og Prestafélag íslands
nefni til einn mann hvor aðili til að taka sæti i nefndinni. Ráðu-
neytið mun siðar nefna til tvo menn".
Þannig hljóóar þetta bréf, og er þess að vænta, að nefndin
geti tekið til starfa sem fyrst.
Loks má nefna, aó nú er unnið aö allsherjarúttekt á öllum em-
bættisbústöðum presta. Það verk er unnið af starfsmönnum Dóms- og
kirkjumálaráóuneytis isamvinnu við embætti húsameistara rikisins.
Prestsbústaðir á landinu eru nú 88. - Búið er að skoða meó þessum
hætti um 60% af öllum prestsbústöðum landsins og safna miklum upp-
lýsingum. Við úttekt á hverju húsi hefur verið einn arkitekt frá
húsameistara og Sigurgeir Ingimarsson, byggingaeftirlitsmaður, sem
starfar i ráðuneytinu aó þessum málum meó ágætum. Að sjálfsögðu er
mikið verk fyrir höndum að ljúka við þessa útttekt og vinna siðan
úr gögnum þeim, er safnast hafa saman, svo að góö yfirsýn fáist,
aðgengileg og handhæg. En ég tel, aó þó nokkuð hafi áunnizt i
þessum málum, þegar tillit er tekið til þess, að árið, sem er að
liða, hefur verið býsna annasamt að þvi leyti, að mikil hreyfing
hefur verið innan stéttarinnar út i prestaköllin um allt land.
Er þaö mikið gleðiefni, þó að þvi fylgi aukin umsvif i Biskupsstofu