Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 79
69
Greinargerð
I.
Tíundarlögin frá 1096 eru fyrstu lög, sem sett voru um gjöld til
kirkna hér á landi. Lagareglur um gjöld til kirkna hafa síðar mótast
sumpart fyrir löggjöf og þó meir fyrir venjur, og er af því mikil saga.
Þegar kom fram á siðara hluta 19. aldar, var gjaldakerfi þetta orðið
svo margslungið, að furðu gegndi. Voru þá flutt frv. til laga um
einföldun þessara gjalda, en heildarendurskoðun fór þó ekki fram,
fyrr en i upphafi aldarinnar. Voru fyrstu heildarlögin um þetta efni
lögfest 1909 (nr. 40). Var gerð mikil gjaldahreinsun meó lögum þessum,
svo og með lögum nr. 36/1911. Með lögum nr. 29/1921 og 72/1941 var
sóknargjöldum endanlega komió i það horf, sem þau eru nú í samkvæmt
lögum nr. 36/1948, sbr síðar lög 25/1954 og nú 40/1964.
Samkvæmt gildandi lögum eru sóknargjöld að meginstefnu til per-
sónugjöld, nefskattur, og eru þau eini nefskatturinn eftir að almanna-
tryggingalögum var breytt aö þessu leyti. Gjöld þessi eru þó ekki
alfarið nefskattur, þvi að þegar tekjur kirkju hrökkva ekki fyrir nauð-
synlegum útgjöldum, að dómi sóknarnefndar, heimilar 3. gr. laga nr.
36/1948 sóknarnefnd að jafna niður þvi, sem á vantar, á sóknarmenn
sem hundraóshluta af útsvari, enda komi til samþykki safnaóarfundar.
Sóknargjöld hafa verið mjög lág undanfarna áratugi og að sinu
leyti lægri en var fyrr á öldinni. Tekjur sókna veróa svo naumar
meó þessu lagi, að það hlýtur aö draga úr safnaóarstarfi, þótt sjálf-
boðavinna margra áhugasamra manna hafi bjargað miklu i þvi efni.
Er löngu orðið timabært og raunar aðkallandi að breyta löggjöf um
sóknargjöld, svo sem oft hefir verið óskaó eftir af hálfu þjóókirkjunnar
II.
A kirkjuþingi hafa breytingar á löggjöf um sóknargjöld oft verið
til umræðu, sbr. t.d. 1960 og 1970. Á kirkjuþingi 1972 var samþykkt
ályktun um tekjustofna sókna og á grundvelli hennar var skipuó nefnd
manna til að gera tillögur að breyttri skipan þessara mála. Samþykkti
kirkjuþing frv. til laga um sóknargjöld á árinu 1974, og var þar stuðst
við frv., sem samið var á grundvelli þess starfs, sem áðurgreind nefnd
leysti af hendi. Frv. til laga um sóknargjöld var svo lagt fyrir