Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 28
18
18. gr.
Sóknarnefnd vlnnur að þeim verkefnum, sem henni eru ætluð í lögum
og stjórnvaldsreglum eða fengin henni með samþykktum safnaðarfunda,
svo og að málum, sem héraðsfundur, sóknarprestur, prófastur eða hiskup
vísa til hennar.
19- gr.
Sóknarnefnd er í fyrirsvari fyrir sóknina gagnvart stjórnvöldum
og einstökum mönnum og stofnunum. Hún hefir umsjón með kirkju safnaðar-
ins svo og safnaðarheimili og ræður því, ásamt sóknarpresti, hvernig
afnotum af þeim skuli hattað.
Sóknarnefnd skal gæta að réttindum kirkju og gera prófasti viðvart,
ef út af bregður.
20. gr.
Sóknarnefnd sér um, að viðunandi húsnæði og búnaður sé til guðs-
þjónustuhalds og annars safnaðarstarfs í sókninni. Skal hún ásamt
sóknarpresti hafa fcrystu um kirkjubyggingu, endurbyggingu kirkju eða
stækkun kirkju og byggingu safnaðarheimilis, eftir því sem aðalsafnaðar-
fundur mælir fyrir um.
Sóknarnefnd sér um, að kirkju sé vel við haldið og búnaði hennar
og skal leitast við að fegra og prýða kirkju og umhverfi hennar eftir
fe'ví sem kostur er. Á þetta einnig við um safnaðarheimili.
Sóknarnefnd annast vörslu og ávöxtun á lausafé kirkjunnar (safnaðar
heimilis) og ber ábyrgð á fjárreiðum sóknarinnar og skal reikningsfærsla
öll vera skipuleg og glögg. Sóknarnefnd leggur fram á aðalsafnaðarfundi
endurskoðaða reikninga sóknarinnar fyrir umliðið ár. Að fenginni sam-
þykkt þeirra skulu reikningarnir sendir áritaðir af sóknarnefnd til
prófasts eigi síðar en 1. júní ár hvert, nema prófastur veiti rýmri
frest. Nú gerir prófastur athugasemdir við reikning, sem sóknarnefnd
getur eigi fallist á, og er henni þá kostur að láta fylgja skýringar
sínar og andsvör til héraðsfundar, er úrskurðar reikninginn, sbr. 32. gr
21. gr.
Sóknarnefnd er sóknarpresti og starfsfólki sóknarinnar til stuðn-
ings í hvívetna og stuðlar að eflingu kristinnar trúar og siðgæðis
meðal sóknarmanna.