Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 133
123
unnar. Lög um kirkjubyggingasjóð. Lög um biskupskosningu. Lög
um kirkjuþing og kirkjuráð.
Þá nefni ég lög um samstarfsnefnd Alþingis og Þjóðkirkjunnar,
sem Alþingi átti frumkvæði að og samþykkt voru 26. febr. sl.
Nefndin er skipuð fulltrúum allra þingflokka og kirkjuráðsmönnum,
forseta sameinaðs Alþingis og biskupi. Samstarfsnefndin hefur
þann tilgang eins og lögin kveða á um, - að vinna að auknum
skilningi i löggjafarstarfi á vandamálum og verkefnum kirkjunnar.
Hér er um að ræða lofsvert og þakkarvert framtak af hálfu alþingis-
manna til samstarfs þessarra tveggja elstu og mikilvægustu stofn-
ana þjóðfélagsins. Þess skal og getið, að kirkjuráð kaus nefnd
til starfa 1979 sem hefur svipaðan tilgang. í nefndinni eiga
sæti fulltrúar sömu þingflokka. Hlutverk nefndarinnar er aó ræða
kirkjumál við stjórnmálaflokkana og kynna þeim sjónarmið kirkjunnar
Nefndarformaóur er Gunnlaugur Finnsson. Samstarfsnefndin nýja hélt
fyrsta fund sinn 20. okt. s.l., og kom þar fram eindreginn vilji
þingmanna til aó liðsinna málum kirkjunnar, - sem til Alþingis koma
Kirkjulöggjöfin og endurskoðun hennar var mjög á dagskrá sið-
ustu tveggja kirkjuþinga. Lengi hefur það ljóst verið, að knýjandi
þörf er á þeirri endurskoðun. Núverandi kirkjumálaráðherra hlut-
aðist til um, að dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari fékk þriggja
mánaða leyfi frá störfum til þess að vinna að kirkjulegum löggjafar
málum, en hann á sæti i kirkjulaganefnd. Dr. Ármann er sá maður,
sem mest hefur verið kvaddur til þegar endurskoðun laga eða nýsmiði
á sviði löggjafar hefur veriö á döfinni, og mesta reynslu á hann
sem sérfræðingur i kirkjulögum. Dr. Armann hefur siðan haldið
áfram þessarri endurskoðun sinni, - enda þótt hann hafi haft mjög
takmarkaðan tima til þess vegna starfa sinna i Hæstarétti.
Það var álitsgerð starfsháttanefndar, „bláa bókin" svo kallaða,
sem kom á nýrri hreyfingu i skipulagsmálum kirkjunnar og löggjöf.
Var bókin meðal þeirra gagna, til kynningar,sem send voru kirkju-
þingsmönnum. Fjórir af þeim sex mönnum, er störfuðu i starfshátta-
nefnd, eiga nú sæti á kirkjuþingi.
Fyrir kirkjuþingi 1980 lá álit milliþinganefndar um nánari
könnun á 5., 6. og 7. máli kirkjuþings 1978. Formaður og framsögu-
maður nefndarinnar var sr. Jón Einarsson prófastur. Þessi mál eru
um prófastsdæmi, stjórn og embætti, um fjárreiður prófastsdæma og