Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 27
17
Að tveimur árum liðnum frá kosningunni, skal nokkur hluti kjörinna
aðalmanna og varamanna ganga úr nefndinni, þ.e. einn af þremur, tveir
af fimm, þrír af sjö og fjórir af níu, og ræður hlutkesti, nema samkomu-
lag sé um þetta innan nefndarinnar. Kjörtímabili hins hluta nefndarinnar
lýkur eftir fjögur ár frá frumkosningu. Skal þessi kjörtilhögun síðan
gilda til frambúðar að breyttu breytanda.
Nú andast sóknarnefndarmaður, flytur úr sókninni eða hverfur úr
sóknarnefnd af öðrum ástæðum. Skal þá kjósa aðalmann í hans stað á
næsta aðalsafnaðarfundi fyrir þann hluta kjörtímabilsins, sem þá er
eftir að því er þann mann varðar. Varamaður hans gegnir starfi uns
sú kosning fer fram.
16. gr.
Sóknarmönnum er skylt að taka við kjöri í sóknarnefnd. Sóknarmenn
sem hafa náð sextugsaldri, geta þó skorast undan kosningu. Sá, sem
átt hefir sæti í sóknarnefnd, getur vikist undan endurkosningu um jafn
langan tíma og hann gegndi þar störfum.
Aðalsafnaðarfundi ér heimilt að kveða svo á, að hver sóknarnefndar-
maður hafi ákveðið verksvið í safnaðarstarfinu. Skal það þá kynnt á
aðalsafnaðarfundi, áður en kosning fer fram.
Sóknarnefnd skiptir að öðru leyti með sér verkum formanns, gjald-
kera og ritara þegar eftir að kjör í sóknarnefnd hefir farið fram.
Skipa þeir framkvæmdanefnd, þegar sóknarnefndarmenn eru fleiri en fimm.
Sóknarnefnd getur skipað nefndir úr sínum hópi eða utan hans til
að fjalla um einstök málefni, þ.á.m. um byggingarframkvæmdir.
Aðalsafnaðarfundur kýs tvo menn og aðra tvo til vara til fjögurra
ára í senn til að endurskoða reikninga sóknarinnar og kirkjubygginga-
reikninga, ef því er að skipta.
b. Starfshættir og verkefni sóknarnefnda.
17- gr.
Formaður boðar fundi í sóknarnefnd og stýrir þeim. Fundur er
ályktunarfær, ef meirihluti nefndarmanna sækir fundinn. Sóknarprestur
skal að jafnaði sitja sóknarnefndarfundi. Enn fremur organisti, með-
hjálpari, hringjari, kirkjuvörður og formenn kirkjulegra félaga, sem
tengjast sókninni, ef málefni þessara aðilja eru sérstaklega til umræðu
þar.