Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 162
152
Orðalag greinarinnar er, urn þetta efni.
„Kirkjuráð þjóðkirkjunnar er skipað fimm mönnum, biskupi, sem er
forseti þess, og fjórum mönnum, tveimur guðfræðingum og tveimur
leikmönnum sem kirkjuþing kýs, og skulu varamenn kosnir með sama
hætti".
Er eðlilegast að kosning fari þannig fram, aö kirkjuþingsmenn riti
nöfn tveggja guðfræðinga og tveggja leikmanna á atkvæðaseðil og
siðan fari fram kjör varamanna með sama hætti að loknu kjöri aðal-
manna. Vart verður sagt að orðalagið útiloki, að reglur yrðu
settar um það i reglugeró, að varamenn yrðu kjörnir á sama kjör-
seðli þannig að allt kjörió færi fram á einum seðli. Hitt yrði
að telja óheimilt aó ákveða i reglugeró, aó beitt yrði reglum 9.
gr. laganna, og alls óheimilt væri eins og ákvæðin eru, aó t.d.
einungis guðfræðingar á þinginu kysu guðfræðingana tvo og einungis
leikmennirnir leikmennina tvo. Mundi ekki heimilt að ákveða slikt
með reglugerð. Visað er til 18. greinar um heimild til að setja
reglugerð.
Sióari fyrirspurn sr. Halldórs svaraði biskup munnlega, og taldi,
að gögn þau sem nefnd væru i fyrirspurninni væru eingöngu ætluð
til kynningar.
Sr. Halldór Gunnarsson þakkaði biskupi greinargóð svör.
2. Frá sr. Jóni Einarssyni.
Óskað er eftir, að biskup láti kirkjuþingi i té skrifleg svör
við éftirtöldum spurningum:
1. Hverjar eru framtiðaráætlanir biskups um Skálholt?
2. Hvenær er þess aó vænta, að gerð kvikmyndarinnar
„Kirkjan að starfi" verði lokið? Hvað hefur geró kvik-
myndarinnar tekið mörg ár og á hvaða stigi er hún nú?
Hver er heildarkostnaður við kvikmyndina miðað við verð-
gildi peninga i dag?
3. Hverjar eru fastanefndir þjóðkirkjunnar? Með hvaða
hætti eru þær skipaóar og hvert er meginhlutverk þeirra?