Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 23
13
gr.
Aðalsafnaðarfundur eða aðalsafnaðarfundir, ef mál varðar fleiri
sóknir en eina, gera tiHögur til héraðsfunda um skiptingu kirkjusóknar,
sameiningu sókna og um sóknarmörk svo og um niðurlagningu kirkju eða
tilfærslu. Héraðsfundur (safnaðarráð) getur einnig átt frumkvæði
að tillögum í þessu efni, einkum er 1. málsgr. 3* gr. á við, en mál
skal þá leggja fyrir aðalsafnaðarfund (aðalsafnaðarfundi) til sam-
þykktar.
Ákvarðanir samkvæmt 1. málsgr. taka gildi, ef aðalsafnaðarfundur
samþykkir þær eða meirihluti aðalsafnaðarfunda, ef því er að skipta,
svo og héraðsfundur. Nú ná tillögur um þessi efni eigi samþykki
allra þeirrá aðilja, sem greindir voru, og sker kirkjumálaráðherra
þá úr, að fengnum tillögum biskups.
Þegar ný sókn er löglega stofnuð, er presti þess prestakalls,
sem hin nýja sókn tekur yfir, skylt að annast þar kirkjulega þjónustu.
Nú er hin nýja sókn hluti af tveimur prestaköllum, og ákveður þá
kirkjumálaráðherra, að fengnum tillögum biskups, hvor hinna tveggja
presta á að þjóna sókninni. Sama er, ef sókn er hluti úr fleiri en
tveimur prestaköllum.
5» gr.
Nú er kirkjusókn skipt og tekin upp ný sókn eða sóknarmörk færð
til, og skal þá miða fjárksipti sóknanna við hlutfallslegan fjölda
þeirra sóknarmanna, sem breytingin tekur til. Ef aðilja greinir á um
fjárskiptin, geta viðkomandi sóknarnefndir krafist þess,að kirkjumála-
ráðherra skipi tvo menn í nefnd með prófasti, er útkljái ágreinings-
efnið til fullnaðar. Prófastur er formaður nefndarinnar. Nefndin
veitir aðiljum færi á að skýra mál sitt, og kannar hún málsefni eftir
föngum. Hún kveður að svo búnu á um fjárskiptin, þ.á.m. um greiðslu-
k jör.
6. gr.
Nú er sókn aflögð með því að hún sameinast annarri sókn eða sóknum,
og skulu eignir hennar þá renna til þeirrar sóknar eða þeirra sókna,
sem sóknarmenn hinnar aflögðu sóknar hverfa til, og skiptast á milli
þeirra í réttu hlutfalli við fjölda sóknarmanna, er hverri sókn bætist.
Þegar sókn er aflögð vegna þess að hún eyðist af fólki, skal
prófastur varðveita eignir hennar, en lausafé skal þó ávaxtað í Hinum